Hreppsráð
Fundur nr. 38
Kjörtímabilið 2022—2026
28. apríl 2025
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 13:00
Valdimar O. Hermannsson ritaði fundargerð
Mætt til fundar
Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps, kjörtímabilið 2022-2026, fimmtudaginn 3. apríl 2025 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:15.
Í upphafi fundar var leitast til afbrygða með breytingu á uppröðun fundardagskrár er varðar áhaldahús.
Björn Heiðar Sigurbjörnsson situr fundinn undir liðum g., h., i., og j.
- Verkefnastjóri farsældarráðs, - til kynningar
Þórhildur Sigurðardóttir kom inn á fundinn og Nína Hrönn Gunnarsdóttir,
verkefnastjóri farsældarráðs hjá Austurbrú í gegnum Teams og kynntu stofnun farsældarráðs á Austurlandi.
- Örnefnaskráning í Vopnafirði
Fyrir liggur bréf frá Sigríði Bragadóttur, f.h. hóps innan Félags eldri borgara í Vopnafirði, sem hefur áhuga á að standa fyrir örnefnaskráningu í Vopnafirði, samkvæmt ákveðnu skipulagi og fá til þess sérstaka áhugamenn og sérfræðinga, sem komu til fundar við sveitarstjóra og oddvita mánudaginn 24. mars s.l. og kynntu hvernig verkefnið yrði unnið. Óskað er eftir að sveitarfélagið komi að þessu verkefni með því að styrkja framkvæmdina.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir að taka þátt í verkefninu með því að taka þátt í ferðakostnaði og öðrum kostnaði sem samþykktur yrði fyrirfram, af sveitarstjóra eða fjármálastjóra og yrði haldið í lágmarki.
Tillagan borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- Dodici – First Lego League
Vopnafjarðarhreppur hefur komið að undirbúningi og aðstoð við fjármögnun keppenda frá Vopnafjarðarskóla á heimsmeistarakeppni sem fram fer í Houston, Texas, 16. – 19. apríl n.k., en söfnun vegna ferðar hefur gengið vel og er nú komið að lokaundirbúningi.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og óskar keppendum góðrar ferðar og velgengni á heimsmeistaramótinu.
Tillagan borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- Veiðigjöld
Nýlega hefur Ríkisstjórn Íslands boðað hækkun veiðigjalda, sem að óbreyttu gætu komið sérstaklega illa niður á Vopnafjarðarhreppi þar sem meginuppistaða af lönduðum og unnum afla í sveitarfélaginu eru uppsjávarfiskitegundir, loðna, makríll, kolmuni og síld.
Bjartur Aðalbjörnsson leggur fram frávísunartillögu og er hún borin upp til samþykkar.
Tillagan er felld með tveimur atkvæðum gegn einu.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum. Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps felur sveitarstjóra að gera umsögn um fyrirhugaðar breytingar, fyrir lok umsagnarfrests, þar sem lýst er mögulegum áhrifum á sveitarfélagið og einnig tekið undir bókun stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, sem gerð var á stjórnarfundi 28. mars s.l., þar sem KPMG var falið að greina
áhrif hækkunarinnar á sjávarútvegssveitarfélög.
Tillagan borin upp til samþykktar. Samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu.
AÓS og AÖS samþykkja tillöguna, BA kaus á móti
- Skjalamál og ferlar. – til kynningar
Mikil tækifæri liggja í bættri nýtingu tækni hjá sveitarfélögum. Stjórnendur Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps leituðu til KPMG með það að markmiði að skerpa á ferlum og utanumhaldi með skjalamálum sveitarfélaganna ásamt því að skoða rekstur upplýsingatæknimála. Fyrir fundinum liggja drög að samningi um ráðgjöf ásamt tillögu að fyrirkomulagi vinnunnar sem sveitarfélögin myndu ráða hversu hratt yrði unnin.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps vísar málinu til frekari skoðunar í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2026.
Tillagan borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- Þorbrandsstaðir
Fyrir liggur kynning frá Skiphólma ehf. um þeirra framtíðarsýn um Þorbrandsstaði og ósk um framlengingu á samningi í framhaldi af fundið með sveitarstjóra.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja frekari gögn fyrir hreppsráð.
Tillagan borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Björn Heiðar Sigurbjörnsson mætir á fund fyrir Bjart.
Bjartur situr fundinn sem forstöðumaður þjónustumiðstöðvar og greinir frá eftirfarandi liðum:
- Kortavefsjá
Fyrir fundinum liggur tilboð frá Verkfræðistofunni Eflu, dagsett 14. mars 2025, um að halda utan um landupplýsingagrunn Vopnafjarðar og móta gagnagrunn sem heldur utan um þau, og miðast við fyrirliggjandi upplýsingar um ástand gagna og verklýsingu. Samtals að upphæð kr. 2.190.000.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps vísar erindinu til frekari vinnu og felur sveitarstjóra og forstöðumanni áhaldahúss að afla frekari gagna og leggja fyrir næsta fund hreppsráðs.
Tillagan borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- Snjómokstur
Fyrir fundinum liggja annars vegar, „Minnisblað um snjómokstur - 3. mars 2025“ og hins vegar „Drög að reglum um snjómokstur í Vopnafirði“ ásamt korti, unnið af Forstöðumanni þjónustumiðstöðvar og gerði hann grein fyrir innihaldinu sem þegar hefur verið kynnt fyrir nefndum sveitarfélagsins á undanförnum vikum.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps felur forstöðumanni þjónustumiðstöðvar ásamt sveitarstjóra að uppfæra drögin miðað við fram komnar ábendingar og leggja fyrir sveitarstjórn til samþykktar.
Tillagan borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- Götusópun
Fyrir liggur tilboð frá Íslyft í götusóp framan á Avant, fjölnotatæki sveitarfélagsins, að upphæð kr. 1.603.800 + vsk., og fylgir með rökstuðningur fyrir kaupum og notagildi.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir kaupin og felur sveitarstjóra ásamt starfandi fjármálastjóra að finna þessari fjárfestingu stað innan fjárhagsáætlunar ársins, við endurskoðun hennar, með tilfærslu fjármuna.
Tillagan borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- Staða framkvæmda
Farið yfir stöðu framkvæmda í sveitarfélaginu.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:26.