Fundur nr. 39
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 11:00
Fulltrúar KPMG kynntu þá undirbúningsvinnu sem farið hefur fram við gerð ársreiknings 2024, fyrir Vopnafjarðarhrepp, og kynntu einnig drög að þeirri niðurstöðu sem nú liggur fyrir, en stefnt er að því að ársreikningur muni liggja fyrir til kynningar og fyrri umræðu í sveitarstjórn fyrir 8. maí n.k., og til afgreiðslu og síðari umræðu á fundi þann 15. maí n.k.
Farið var yfir þær forsendur sem lágu til grundvallar fjárhagsáætlun 2025, og hvaða möguleikar væru á endurskoðun, m.a. vegna loðnubrests og breyttrar tekjuspár á árinu 2025, og hvað hefur þegar verið gert. Nánari tillögur verða unnar fyrir fundi í maí.