Hreppsráð

Fundur nr. 37

Kjörtímabilið 2022—2026

4. mars 2025

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:15
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps, kjörtímabilið 2022-2026 fimmtudaginn 4. mars 2025 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:15.

1. Erindi#1-erindi

  • Hesta­manna­fé­lagið Glófaxi

    Glófaxi hefur óskað eftir viðauka við styrktarsamning vegna framkvæmda og viðhalds.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps felur sveitarstjóra að uppfæra samning við Glófaxa og vinna tillögu að viðauka við samninginn og leggja fyrir næsta fund hreppsráðs.

    Tillagan borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
  • Reið­vegir á aðal­skipu­lagi
    Fyrir liggur beiðni frá Hestamannafélaginu Glófaxa um merkingu reiðvega á aðalskipulagi.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samráði við Glófaxa og skipulags- og byggingarfulltrúa.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Lands­þing Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga
    Fyrir liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 20. febrúar 2025 til kynningar þar sem boðað er til Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem halda á 20. mars nk. á Hilton Nordica.


  • Tilboð í bruna­kerfi að Lóna­braut 4
    Fyrir liggur tilboð frá Securitas í brunakerfi fyrir Austurborg, Lónabraut 4.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir fyrirliggjandi tilboð og felur forstöðumanni áhaldahúss að vinna málið áfram.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Styrk­vegir, til kynn­ingar
    Auglýst hefur verið á vefsíðu Vopnafjarðarhrepps að opið sé fyrir umsóknir í Styrkvegasjóð.


  • Hafn­armál, gjald­skrá
    Fyrir liggur tilboð frá KPMG um endurskoðun gjaldskrár
    Vopnafjarðarhafnar.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð felur sveitarstjóra að skoða málið frekar áður en ákvörðun er tekin.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt með tveimur atkvæðum. Bjartur Aðalbjörnsson situr hjá.


  • Fjármál sveit­ar­fé­lagsins, til kynn­inga

    Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála er varðar fjármál sveitarfélagsins.

  • Sundabúð

    Sveitarstjóri fer yfir stöðu á lausum íbúðum í Sundabúð og viðhaldsþörf.

  • Staða fram­kvæmda

    Farið yfir stöðu framkvæmda í sveitarfélaginu.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:33.