Hreppsráð

Fundur nr. 36

Kjörtímabilið 2022—2026

6. febrúar 2025

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:15
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps, kjörtímabilið 2022-2026 fimmtudaginn 6. febrúar 2025 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:15.

1. Erindi#1-erindi

  • Endur­skoðun á leigu­samn­ingi á Þorbrands­stöðum 1 og 2

    ​Sveitarstjóri fer yfir leigusamning við núverandi leigutaka.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps felur sveitarstjóra að ræða við leigutaka um núverandi samning og upplýsa sveitarstjórn um niðurstöðu viðræðna.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Úthlutun byggða­kvóta til byggð­ar­laga á fisk­veiði­árinu 2024/2025

    ​Vopnafjarðarhreppi hefur verið ráðstafað samtals 105,500 tonnum til úthlutunar.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps vísar erindinu fyrir menningar- og atvinnumálanefnd til umsagnar og felur sveitarstjóra að vinna drög að sérreglum og leggja fyrir sveitarstjórn til samþykktar.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Yfir­lýsing Miðstöðvar sjúkra­flugs á Íslandi

    Fyrir liggur yfirlýsing Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi. Þann 10. janúar sl. var tilkynnt um verulegar takmarkanir á flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Sú takmörkun er fólgin í lokun tveggja flugbrauta í myrkri vegna áhrifa trjágróðurs á aðflugs- og brottflugsfleti umræddra flugbrauta.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Vopnafjarðarhreppur tekur undir bókun SSA um mikilvægi Miðstöðvar sjúkraflugs á Reykjavíkurflugvelli.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Haust­þing 2025

    ​Fyrirhugað er að Vopnafjarðarhreppur haldi Haustþing SSA 2025. Lagt fram til kynningar.

  • Stefna lögregl­unnar á Aust­ur­landi 2025, til kynn­ingar

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Styrk­beiðni: Miðstöð slysa­varna barna (MSB)

    Fyrir liggur styrkbeiðni frá Miðstöð slysavarna barna vegna rafræns námskeiðs fyrir foreldra á landsbyggðinni um slysavarnir barna.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir styrkbeiðni upp á 50.000 kr. og vísar erindinu til fjölskylduráðs til kynningar.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

  • Ályktun félags­fundar Lands­sam­bands slökkvi­liðs- og sjúkra­flutn­inga­manna vegna stöðu mála í kjara­við­ræðum við Samband íslenskra sveit­ar­fé­laga, til kynn­ingar

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Heilsu­efling starfs­fólks Vopna­fjarð­ar­hrepps

    ​Í tilefni af innleiðingu Heilsueflandi samfélags kom upp hugmynd um afsláttarkjör fyrir starfsfólk Vopnafjarðarhrepps til íþróttaiðkunar.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjóra er falið að kanna mögulegar útfærslur og leggja fyrir sveitarstjórn.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Umsagn­ar­beiðni vegna máls nr. 0538/2023 í Skipu­lags­gátt, aðal­skipulag Norð­ur­þings

    ​Norðurþing óskar eftir umsögn Vopnafjarðarhrepps vegna Aðalskipulags Norðurþings, nr. 0538/2023: Kynning tillögu á vinnslustigi (Nýtt aðalskipulag).

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps felur skipulags- og byggingafulltrúa að veita umsókn samkvæmt meðfylgjandi beiðni.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Staða fram­kvæmda

    ​Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar fór yfir stöðu framkvæmda í sveitarfélaginu.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:30.