Hreppsráð

Fundur nr. 35

Kjörtímabilið 2022—2026

9. desember 2024

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 15:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps, kjörtímabilið 2022-2026 fimmtudaginn 5. desember 2024 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:15.

1. Erindi#1-erindi

  • Fjár­hags­áætlun Vopna­fjarð­ar­hrepps 2025 – 2028

    ​Farið yfir breytingar á fjárhagsáætlun 2025 á milli umræðna og fjárfestingar 2025. Ingimar Guðmundsson frá KPMG kom inná fund í fjarfundi undir þessum lið.

  • Gjald­skrár 2025

    ​Fyrir liggja uppfærðar gjaldskrár Vopnafjarðarhrepps, til kynningar.

  • Bust­ar­fell

    ​Fyrir liggur minnisblað sveitarstjóra um Minjasafnið á Bustarfelli.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps leggur til við sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps að taka yfir daglegan rekstur Bustarfells.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Tónlist­ar­skóli Vopna­fjarðar

    ​Fyrir liggur minnisblað sveitarstjóra um Tónlistarskóla Vopnafjarðar.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps leggur til við sveitarstjórn að sameina starfsemi og rekstur Tónlistarskóla Vopnafjarðar við Vopnafjarðarskóla undir stjórn skólastjóra.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Staða samn­inga vegna bruna­varna og Isavia, til kynn­ingar

    ​Fyrir liggja drög af samningi við Múlaþing um brunavarnir í Vopnafjarðarhreppi. Sveitarstjóri gerir grein fyrir stöðu samninga brunavarna og Isavia. Lagt fram til kynningar.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja samninga fyrir sveitarstjórn til samþykktar. 

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Funda­dag­skrá 2025

    ​Fyrir liggja drög að fundadagskrá hreppsráðs fyrir árið 2025.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir fundadagskrá fyrir 2025 með breytingum.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:43.