Fundur nr. 17
Kjörtímabilið 2018—2022
Kjörtímabilið 2018—2022
skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Björn Heiðar Sigurbjörnsson
NefndarmaðurÍris Grímsdóttir
NefndarmaðurSigríður Bragadóttir
NefndarmaðurSara Elísabet Svansdóttir
SveitarstjóriLagt fram til kynningar.
i. Lýsing á deiliskipulagi vegna Þverárvirkjunar
Hreppsráð samþykkir að deiliskipulagið verði auglýst og kynnt með vinnslutillögunni á breytingu á aðalskipulaginu á Þverárvirkjun og streng yfir Hellisheiði. Samþykkt samhljóða.
ii. Húsnæðismál – stofnframlag
Hreppsráð tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar sem er svohljóðandi: „Skipulags- og umhverfisnefnd telur framkvæmdina vera í samræmi við landnotkun, byggðarmynstur og þéttleika byggðar og leggur til að húsin tvö fari í grenndarkynningu og þau skuli grenndarkynnt í allri Skálanesgötu og í Kolbeinsgötu 42 - 64." og felur sveitarstjóra að koma framkvæmdinni í grenndarkynningu. Einnig tekur hreppsráð undir það að unnið verði að deiliskipulagi í íbúabyggð. Samþykkt samhljóða.
Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps vegna 2019 er tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu sveitarstjórnar í seinni umræðu. Samþykkt samhljóða.
Hreppsráð leggur til að sumarleyfi sveitarstjórnar frá hefðbundnum fundarhöldum verða á tímabilinu 19.júní til og með 19.ágúst. Fyrsti fundur sveitarstjórnar eftir sumarleyfi verður 20.ágúst. Á meðan sveitarstjórn er í sumarleyfi fer hreppsráð með sömu heimildir og sveitarstjórn hefur ella. Samþykkt samhljóða.
Minnisblað um rekstur mötuneyta Vopnafjarðarhrepps lagt fram. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram með hluaðeigandi aðilum. Samþykkt samhljóða.
Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 170.000.000, til allt að 37 ára, í samræmi við samþykkta lánsumsókn sem liggur fyrir á fundinum og sem hreppsráð hefur kynnt sér.
Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, affalla auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á byggingu félagslegs húsnæðis sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Baldri Kjartanssyni, fjármálastjóra Vopnafjarðarhrepps, kt. 300160-4849, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vopnafjarðarhrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. Samþykkt samhljóða.
Lagt fram til kynningar, kosnir verða fulltrúar Vopnafjarðarhrepps á aðalfund SSA á næsta sveitarstjórnarfundi, 18.júní 2020. Þrír aðalmenn og þrír til vara.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Drög að samningi um heiðarkofa Vopnafjarðarhrepps lagður fram. Vísað til sveitarstjórnarfundar 18.júní 2020.
Lagt fram til kynningar.