Hreppsráð

Fundur nr. 29

Kjörtímabilið 2018—2022

10. maí 2021

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:06
Signý Björk Kristjánsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps 10. maí 2021 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:06.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • 6.fundur fagráðs um samstarf Aust­ur­brúar og Vopna­fjarð­ar­hrepps 14.4

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Ungmennaráð 15.4

  ​Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að vinna áfram með ábendingar undir liðnum önnur mál varðandi viðhald gangstétta og lagfæringar á lýsingu við skólalóð.​

 • Hafn­ar­nefnd 20.4

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Fræðslu­nefnd 20.4

  ​Lögð fram til kynningar fundargerð fræðslunefndar frá 20.4 síðastliðinum. Hreppsráð tekur undir tillögu fræðslunefndar varðandi um sumarlokun leikskóla og felur sveitarstjóra og leikskólastjóra að vinna að tillögum sumarlokunar 2022 strax í haust. Samþykkt samhljóða.​

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Umsjón með vall­ar­húsi – drög að verk­samn­ingi

  ​Lögð fram drög að samningi  vegna húsvörslu og þrifa í vallarhúsi sumarið 2021. Hreppsráð leggur til að felldur verði út liður 1.2 í samningnum en samþykkir samningsdrögin að öðru leyti. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi. Samþykkt samhljóða.​

 • Sumar­lokun skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps

  ​Lagt fram til kynningar minnisblað um sumarlokun skrifstofu Vopnafjarðarhrepps. Sumarlokun skrifstofu Vopnafjarðarhrepps verður frá og með mánudeginum 12. júlí til og með miðvikudagsins 4. ágúst. Mikil umræða fór fram um sumarlokun skrifstofu.​

 • Mannauðsmál

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Gamli snjó­bíllinn

  ​Lögð fram fyrirspurn um kaup á gamla snjóbíl Vopnafjarðarhrepps til uppgerðar. Sveitarstjóra falið að vinna málið nánar og málinu vísað til næsta hreppsráðsfundar. Samþykkt samhljóða.​

 • Öldungaráð Vopna­fjarða­hrepps – minn­is­blað

  ​Lagt fram til kynningar minnisblað um öldungaráð sveitarfélaga. Í hverju sveitarfélagi  skal starfa formlegur samráðsvettvangur er nefnist öldungaráð þar sem fjallað er um þjónustu við aldraða og framvæmd og þróun öldrunarmála. Hreppsráð leggur til við sveitarstjórn að skipað verði í öldrunarráð. Málinu vísað til sveitarstjórnarfundar þann 24. júní 2021. Samþykkt samhljóða.​

 • Refa- og minka­veiði – uppfærðar reglur

  ​Lögð fram til kynningar drög að uppfærðum reglum um refa- og minkaveiði í Vopnafjarðarhreppi. Hreppsráð felur sveitarstjóra að vinna áfram breytingar á reglum um refa- og minkaveiði og leggur til að uppfærð drög að reglum verði lögð fyrir fund sveitarstjórnar 24. júní 2021. Samþykkt samhljóða.​

 • Leigu­verð íbúða hjá Vopna­fjarð­ar­hreppi – minn­is­blað

  ​Lagt fram til kynningar minnisblað um leiguverð íbúða hjá Vopnafjarðarhreppi. Sveitarstjóra falið að yfirfara leiguverð íbúða sveitarfélagins og leggja fyrir næsta fund hreppsráðs. Samhljóða samþykkt. ​

 • Rekstr­ar­aðili í Kaup­vangi

  ​Ein umsókn barst vegna rekstrar í Kaupvangi. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.​

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

 • Aust­fjarðatröllið 2021 - styrk­beiðni

  ​Bréf frá forsvarsfólki Austfjarðatröllsins 2021 lagt fram þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu til að halda Austfjarðartröllið 2021 á Vopnafirði. Sveitarfélagið mun ekki styrkja verkefnið í ár en óskar skipuleggjendum alls hins besta. Samþykkt samhljóða.​

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:14.