Hreppsráð

Fundur nr. 31

Kjörtímabilið 2022—2026

4. október 2024

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:15
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps, föstudaginn 4. október 2024 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:15.

1. Erindi#1-erindi

  • Álykt­anir NAUST, til kynn­ingar

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Ársfundur Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­lag­anna

    ​Arsfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaganna verður haldin á Hótel Nordica, 9. október n.k. 

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps felur sveitarstjóra að fara með umboð Vopnafjarðarhrepps á ársfundi Jöfnunarsjóðs.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Forsendur fjár­hags­áætlana sveit­ar­fé­laga 2025-2028 uppfært, til kynn­ingar

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Styrk­beiðni: Tónkvísl

    ​Fyrir liggur styrkbeiðni frá tónlistarviðburðinum Tónkvíslin.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps vísar styrkbeiðninni til fjárhagsáætlunargerðar 2025.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Beiðni um umsögn til Alls­herjar- og mennta­mála­nefndar Alþingis vegna þing­máls nr. 222 – náms­gögn, til kynn­ingar

    ​Fyrir liggur bréf frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis um beiðni að umsögn.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps vísar í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna þingmáls nr. 222.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Bréf frá Vega­gerð­inni: Umsókn um héraðsveg að bænum Leið­ar­höfn, til kynn­ingar

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Ályktun haust­þings SSA, til kynn­ingar

    ​Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 08:22