Hreppsráð

Fundur nr. 30

Kjörtímabilið 2022—2026

5. september 2024

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:15
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps, fimmtudaginn 5. september 2024 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:15.

1. Erindi#1-erindi

  • Fjár­hags­áætlun 2025

    ​Fyrir liggur forsendublað Sambands íslenskra sveitarfélaga. Farið var yfir fyrirkomulag fyrir vinnu fjárhagsáætlunar 2025.

  • Fyrir­spurn vegna gerð auka bíla­stæðis við Miðbraut 21

    ​Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps felur sveitarstjóra að svara viðkomandi fyrirspurn.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Styrk­beiðni: Jóga í Mikla­garði

    ​Fyrir liggja tvær beiðnir frá Gulmiru Kanakova vegna jógakennslu í Miklagarði.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að óska eftir frekari gögnum varðandi beiðni fyrir árið 2024 og vísar seinni beiðni til fjárhagsáætlunargerðar 2025.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Upplýs­ingar til sveit­ar­fé­laga vegna gjald­frjálsra skóla­mál­tíða, til kynn­ingar

    ​Lagt fram til kynningar.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps leggur til að ávaxta- og mjólkuráskrift verði áfram gjaldfrjáls.

    Tillagan er borin upp til samþykkt Samþykkt samhljóða.


  • Eign­ar­hald og aðgengi að Kolbein­stanga­vita

    ​Sveitarstjóri gerir grein fyrir könnun sinni á eignarhaldi og aðgengi að Kolbeinstangavita. Lagt fram til kynningar.

  • Heilsu­efl­andi samfélag

    ​Fyrir liggur fyrirmynd af samningi og upplýsingar um heilsueflandi samfélag.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps leggur til við sveitarstjórn að sækja um að verða heilsueflandi samfélag hjá landlækni.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Tilboð í lönd­un­ar­krana á Vopna­fjarð­ar­höfn

    ​Fyrir liggur tilboð frá Vinnuvélar og Ásafl ehf. á nýjum löndunarkrana. Lagt fram til kynningar.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps vísar erindinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs til kynningar.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Fyrir­komulag sumar­lok­unar í leik­skóla

    ​Fyrir liggur minnisblað vegna fyrirkomulags sumarlokunar á leikskólanum Brekkubæ.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps vísar útfærslu erindis um sumarlokun leikskólans næstu þrjú ár til fjölskylduráðs á grundvelli skoðanakannana síðustu ára.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Staða fram­kvæmda

    ​Sveitarstjóri gerir grein fyrir stöðu framkvæmda í Vopnafjarðarhreppi.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:49.