Hreppsráð

Fundur nr. 27

Kjörtímabilið 2018—2022

8. apríl 2021

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps 8. apríl 2021 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:00.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • Menn­ing­ar­mála­nefnd 22.3

  ​Fundargerð menningarmálanefndar frá 22.3 lögð fram til kynningar.​

 • 896.fundur stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga 26.3

  ​Lagt fram til kynningar.​

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Vest­urfara­verk­efni – styrk­beiðni

  ​Lögð fram viðbótargöng frá Framfara- og ferðamálafélagi Vopnafjarðar vegna verkefnisins „Vesturfaraferðir" sem snýr að því að kanna grundvöll fyrir því að setja á fót sérsniðnar ferðir fyrir Vestur-Íslendinga til Vopnafjarðar, Þistilfjarðar og nágrennis og fékk verkefnið styrk frá Uppbyggingarsjóði Austurlands árið 2020. Hreppsráð samþykkir að styrkja verkefnið um 280.000 kr. Samþykkt samhljóða.​

 • Aust­urbrú – Ársskýrsla Kaup­vangs 2020

  ​Lögð fram til kynningar árssskýrsla Kaupvangs 2020 frá Austurbrú.​

 • Ályktun stjórnar SFV 16.mars 2021

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Finna­fjörður – minn­is­blað fyrir sveit­ar­stjórnir Langa­nes­byggðar og Vopna­fjarð­ar­hrepps 16.mars 2021

  ​Lagt fram til kynningar minnisblað frá Sigurvini Ólafssyni, lögfræðingi um stöðu Finnafjarðarverkefnisins. ​

 • Samn­ingur um jaðar­styrk til menn­ing­ar­svæða 2021 – drög

  Lögð fram drög að samningi um jaðarstyrk til menningarsvæða fyrir árið 2021 um smáheima íslenskra þjóðsagna. Hreppsráð samþykkir að leggja 500 þúsund krónur í verkefnið á móti 500 þúsund króna framlagi Austurbrúar og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.​

 • Samn­ingur um minka­veiði 2021 – breyt­ing­ar­til­laga

  ​Lögð fram breytingartillaga varðandi samninga um minkaveiði hjá sveitarfélaginu. Samþykkt samhljóða.​

 • Samstarfs­samn­ingur Einherja og Vopna­fjarð­ar­hrepps – drög

  ​Lögð fram drög að samsstarfssamningi Einherja og Vopnafjarðarhrepps. Hreppsráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samstarfssamninginn. Samþykkt samhljóða.​

 • Rekstr­ar­aðili í Kaup­vangi

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Fugla­stígur á Norð­aust­ur­landi – mótframlag Vopna­fjarð­ar­hrepps

  ​Lagt fram bréf frá Fuglastígi á Norðausturlandi varðandi mótframlag Vopnafjarðarhrepps við uppsetningu á fuglaskýli við Nýpslón. Hreppsráð samþykkir mótframlag Vopnafjarðarhrepps að upphæð 1,7 milljón kr og felur sveitarstjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2021. Samþykkt samhljóða.​

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

 • Bréf varð­andi sumar­lokun leik­skóla

  ​Bréf frá foreldrum leikskólabarna lagt fram varðandi sumarlokun leikskóla. Hreppsráð vísar erindinu til fræðslunefndar og leikskólastjóra til umsagnar. Samþykkt samhljóða.​

 • Aðgerðaráætlun sveit­ar­fé­laga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili

  ​Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi aðgerðaráætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili lagt fram til kynningar.​

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:12.