Hreppsráð

Fundur nr. 21

Kjörtímabilið 2018—2022

1. október 2020

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

  • Héraðs­skjala­safn Aust­firð­inga 14.9.20

    ​Lagt fram til kynningar

  • Aðal­fundur Bruna­varna á Aust­ur­landi 24.9.20

    ​Fundargerð frá aðalfundi Brunavarna á Austurlandi, ársreikningur Brunavarna á Austurlandi 2019 og ársskýrsla lögð fram til kynningar. Hreppsráð felur sveitarstjóra að greina hvaða kostir eru í stöðunni við rekstur slökkviliðs á Vopnafirði. Samþykkt samhljóða.​

  • 887.fundur stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga 25.9.20

    ​Lagt fram til kynningar.

2. Almenn mál#2-almenn-mal

  • Árshátíð Vopna­fjarð­ar­hrepps 2020

    ​Sveitarstjóri fór yfir stöðuna og tillögu sína um að fresta árshátið sveitarfélagsins til vors 2021 vegna Covid-19. Samþykkt samhljóða.​.​

  • Leigu­íbúðir aldr­aðra - drög að teikn­ingu

    ​Lögð fram til kynningar hugmynd að teikningu einstaklingsíbúðar í leiguíbúðum aldraðra í Sundabúð. Sveitarstjóra falið að vinna hugmyndina áfram og leggja hana fyrir og setja inn í fjárhagsáætlun 2021 endurbætur á leiguíbúðum aldraðra í Sundabúð. Samþykkt samhljóða. ​

  • Breyting á innri leigu 2020

    Lagt fram til kynningar minnisblað frá KPMG varðandi uppreikning á innri leigu sveitarfélagsins sem hefur það í för með sér að tekjur eignasjóðs aukast um 5,8 milljónir á mánuði en rekstarkostnaður viðkomandi deilda myndi að sama skapi aukast. Samþykkt samhljóða.​

  • Langa­nes­byggð: Stefnu­mótun í úrgangs­málum, drög að verk­lýs­ingu

    ​Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 09:57.