Fundur nr. 28
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 14:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir
NefndarmaðurAxel Örn Sveinbjörnsson
NefndarmaðurBjartur Aðalbjörnsson
NefndarmaðurValdimar O. Hermannsson
SveitarstjóriÍris Edda Jónsdóttir
Eyþór Bragi, safnstjóri Minjasafnsins á Bustarfelli mætir á fundinn. Farið yfir helstu mál safnsins og framtíðarhorfur.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir með hluteigandi aðilum.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur minnisblað um sundnámskeið barna fædd 2017 og 2018.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð samþykkir að auglýsa sundnámskeiðið með tilliti til lágmarksþátttöku og fyrirkomulags námskeiðs.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur tillaga áfangaskiptingar á framkvæmdum skólalóðar.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð samþykkir fyrirliggjandi teikningar og að byrjað verði á áfanga eitt sumarið 2024 og framhald metið með áfanga tvö. Hreppsráð felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir og vísar erindinu til kynningar í fjölskylduráði.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggja gögn um mat á ástandi þjónustubyggingar Selárlaugar til kynningar og umræðu.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og óska eftir frekari gögnum.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur styrkbeiðni frá Karlakór Vopnafjarðar.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð samþykkir að styrkja Karlakór Vopnafjarðar og Kirkjukór Hofs- og Vopnafjarðarkirkju saman um 500.000 krónur vegna kórferðalags erlendis.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjóri kynnir hugmyndir um áherslubreytingar í stjórnsýslu Vopnafjarðarhrepps.
Til kynningar.