Hreppsráð

Fundur nr. 26

Kjörtímabilið 2022—2026

19. apríl 2024

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

 Aukafundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps þann 19. apríl 2024 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00. 

1. Erindi#1-erindi

  • Ráðning sveit­ar­stjóra og fyrir­komulag viðtala

    Umsóknarfrestur um starf sveitarstjóra rann út 11. apríl síðastliðinn og bárust alls 17 umsóknir, 2 hafa dregið umsókn sína til baka.  Ráðningarferlið hefur verið í vinnslu hjá Attentus - mannauður og ráðgjöf og hefur sveitarstjórn fengið frá þeim mat á umsækjendum út frá umsóknargögnum og eru þrír aðilar sem Attentus telur að vert sé að skoða betur.   
     
    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð samþykkir að leita til Attentus með áframhaldandi vinnu við ráðninguna og hefur ákveðið fjóra einstaklinga sem boðaðir verða í viðtöl með hreppsráði.  
     
    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða. 

  • Gatna­gerð - staða fram­kvæmda

    Lagt fram minnisblað um stöðu gatnaframkvæmda, til kynningar. 

  • Sérreglur vegna byggða­kvóta

    Beiðni um endurskoðaða afstöðu Matvælaráðuneytisins varðandi sérstök skilyrði (sérreglur) vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023/2024.  

    Ákvæði reglugerðar nr. 852/2023 gilda um úthlutun byggðakvóta Vopnfjarðarhrepps með eftirfarandi breytingu: Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa í sveitarfélaginu þeim afla sem telja á til byggðakvóta, og til vinnslu í nærliggjandi sveitarfélögum, á tímabilinu 1. september 2023 til 31. ágúst 2024. 

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð felur verkefnastjóra að senda ráðuneytinu eftirfarandi ósk um breytingu á reglugerð nr. 852/2023 um byggðakvóta. 
     
    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:10.