Hreppsráð

Fundur nr. 25

Kjörtímabilið 2022—2026

18. apríl 2024

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 13:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Aukafundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps þann 18. apríl 2024 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 13:00.    

1. Erindi#1-erindi

  • Ársreikn­ingur 2023

    ​Fulltrúar hreppsráðs hafa fengið kynningu á niðurstöðum ársins 2023 ásamt endurskoðunarskýrslu frá endurskoðendum sveitarfélagsins, Ingimar Guðmundssyni og Sigurjóni Erni Arnarsyni hjá KPMG í gegnum fjarfundarbúnað.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps vegna 2023 er tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:51.