Hreppsráð

Fundur nr. 24

Kjörtímabilið 2022—2026

4. apríl 2024

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps þann 4.apríl 2024 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30.

Almenn erindi#almenn-erindi

  • Efnis- og tækjalistar fyrir íbúðir aldr­aðra í Sundabúð

    ​Fyrir liggur minnisblað um drög að efnis- og tækjalistum fyrir íbúðir aldraðra í Sundabúð. Setja þarf vinnureglur um hvernig íbúðir eru gerðar upp svo kostnaður og tími sé fyrirsjáanlegur og gætt sé að jafnræði. 

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð felur verkefnastjóra að vinna málið áfram.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

1. Erindi#1-erindi

  • Verk­efni verk­efna­stjóra

    ​Farið yfir þau verkefni sem verkefnastjóra er falið að vinna, en hann mun vinna verkefni fyrir sveitarstjórn næstu tvo mánuði samkvæmt samningi. 

    Verkefnastjóri Valdimar O. Hermannsson fór munnlega yfir verkefnalista og skýrði frá því sem fram undan er.

    Til kynningar.

  • Drög að reglum um styrk­veit­ingar til íþrótta­fólks á Vopna­firði

    ​Fyrir liggja drög og minnisblað að reglum um styrkveitingar til íþróttafólks í Vopnafirði.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Málinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar og unnið að undirbúningi fram að því.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Drög að saman­tekt og grein­ingu á hafn­ar­fram­kvæmd

    ​Fyrir liggur minnisblað - trúnaðarmál. 

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð samþykkir að fundað verði með hagsmunaaðilum og málið unnið áfram.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Staða á ráðn­ing­ar­ferli sveit­ar­stjóra

    ​Auglýsingaferli er í gangi hjá Attentus - mannauður og ráðgjöf og fór auglýsing í loftið þann 20. mars og er umsóknarfrestur til 11. apríl. Eftir að umsóknarfresti lýkur mun Attentus flokka umsóknir og skila sveitarstjórn tillögum af þeim sem talið er rétt að boða í viðtöl og er áætlað að þeim muni ljúka fyrir 30. apríl. Til kynningar.


  • Kjör í nefndir og ráð: Úrsögn úr skipu­lags- og fram­kvæmda­ráði

    ​Lögð fram ósk um úrsögn úr skipulags- og framkvæmdaráði frá Höskuldi Haraldssyni, aðalfulltrúa í skipulags- og framkvæmdaráði og lausn frá sveitarstjórn sem varamaður. 

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir úrsögn Höskuldar Haraldssonar úr skipulags- og framkvæmdaráði ásamt setu sem varamaður í sveitarstjórn og kemur varamaður inn í hans stað. Erindinu vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn og er Höskuldi þakkað fyrir sín störf.

    Tillagan borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

  • Staða fram­kvæmda

    ​Minnisblað vegna stöðu framkvæmda og fjárfestinga hjá Vopnafjarðarhreppi lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:34.