Hreppsráð

Fundur nr. 22

Kjörtímabilið 2022—2026

1. febrúar 2024

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps þann 1.febrúar 2024 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30.

1. Erindi#1-erindi

 • Reglur um tölvu­kaup sveit­ar­stjórn­ar­full­trúa, drög

  ​Lögð fram drög að reglum um tölvukaup sveitarstjórnarfulltrúa.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum. Hreppsráð samþykkir drögin og felur sveitarstjóra að gefa reglur um tölvukaup sveitarstjórnarfulltrúa út.

  Samþykkt samhljóða.

 • Kjör í nefndir og ráð – úrsögn úr kjör­stjórn

  ​Lögð fram ósk um úrsögn úr kjörstjórn Vopnafjarðarhrepps frá Teiti Helgasyni, aðaalfulltrúa í kjörstjórn.


  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir úrsögn Teits Helgasonar úr kjörstjórn Vopnafjarðarhrepps og kemur varamaður inn í hans stað. Erindinu vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn.

  Samþykkt samhljóða.

 • Erindi um stöðu Minja­safnsins á Bust­ar­felli

  ​Lagt fram erindi um stöðu Minjasafnsins á Bustarfelli frá Eyþóri Bragasyni, safnstjóra.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með safnstjóra Minjasafnsins á Bustarfelli.

  Samþykkt samhljóða.

 • Bílavog Vopna­fjarð­ar­hafnar

  ​Lagt fram erindi frá hafnarverði vegna bílavogar Vopnafjarðarhafnar.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð felur sveitarstjóra að óska eftir frekari gögnum og erindinu vísað til næsta hreppsráðsfundar.

  Samþykkt samhljóða.

 • Umferðarör­yggi á Vopna­firði – bréf til Vega­gerð­ar­innar

  ​Lagt fram til kynningar bréf til Vegagerðarinnar vegna umferðaröryggis á Vopnafirði. Erindi vísað frá fjölskylduráði.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð samþykkir bréfið og felur sveitarstjóra að afgreiða það og óska eftir fundi með Vegagerðinni.

  Samþykkt samhljóða.


 • Beiðni um aðstöðu í Sundabúð

  ​Lögð fram beiðni um aðstöðu í Sundabúð. 

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð hafnar beiðninni þar sem um leiguíbúðir fyrir aldraða er að ræða. 

  Samþykkt samhljóða.

 • Starfs­maður RARIK á Vopna­firði – svar við erindi hrepps­ráðs, til kynn­ingar

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Umsóknir um stofn­framlög á árinu 2024, til kynn­ingar

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Staðan á stjórn­enda­mæla­borðinu, til kynn­ingar

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Staða fram­kvæmda hjá Vopna­fjarð­ar­hreppi, til kynn­ingar

  ​Minnisblað vegna stöðu framkvæmda og fjárfestinga hjá Vopnafjarðarhreppi lagt fram til kynningar.

2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

 • Ungmennaráð 23.1

  Lagt fram til kynningar.

 • 17.fundur stjórnar SSA

  ​Lagt fram til kynningar.

 • 146.fundur stjórnar Aust­ur­brúar

  ​Lagt fram til kynningar.

 • 941.fundur stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga

  ​Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 9:44.