Hreppsráð
Fundur nr. 22
Kjörtímabilið 2022—2026
1. febrúar 2024
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Mætt til fundar
Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps þann 1.febrúar 2024 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30.
- Reglur um tölvukaup sveitarstjórnarfulltrúa, drög
Lögð fram drög að reglum um tölvukaup sveitarstjórnarfulltrúa.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum. Hreppsráð samþykkir drögin og felur sveitarstjóra að gefa reglur um tölvukaup sveitarstjórnarfulltrúa út.
Samþykkt samhljóða.
- Kjör í nefndir og ráð – úrsögn úr kjörstjórn
Lögð fram ósk um úrsögn úr kjörstjórn Vopnafjarðarhrepps frá Teiti Helgasyni, aðaalfulltrúa í kjörstjórn.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir úrsögn Teits Helgasonar úr kjörstjórn Vopnafjarðarhrepps og kemur varamaður inn í hans stað. Erindinu vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
- Erindi um stöðu Minjasafnsins á Bustarfelli
Lagt fram erindi um stöðu Minjasafnsins á Bustarfelli frá Eyþóri Bragasyni, safnstjóra.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með safnstjóra Minjasafnsins á Bustarfelli.
Samþykkt samhljóða.
- Bílavog Vopnafjarðarhafnar
Lagt fram erindi frá hafnarverði vegna bílavogar Vopnafjarðarhafnar.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð felur sveitarstjóra að óska eftir frekari gögnum og erindinu vísað til næsta hreppsráðsfundar.
Samþykkt samhljóða.
- Umferðaröryggi á Vopnafirði – bréf til Vegagerðarinnar
Lagt fram til kynningar bréf til Vegagerðarinnar vegna umferðaröryggis á Vopnafirði. Erindi vísað frá fjölskylduráði.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð samþykkir bréfið og felur sveitarstjóra að afgreiða það og óska eftir fundi með Vegagerðinni.
Samþykkt samhljóða.
- Beiðni um aðstöðu í Sundabúð
Lögð fram beiðni um aðstöðu í Sundabúð.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð hafnar beiðninni þar sem um leiguíbúðir fyrir aldraða er að ræða.
Samþykkt samhljóða.
- Starfsmaður RARIK á Vopnafirði – svar við erindi hreppsráðs, til kynningar
Lagt fram til kynningar.
- Umsóknir um stofnframlög á árinu 2024, til kynningar
Lagt fram til kynningar.
- Staðan á stjórnendamælaborðinu, til kynningar
Lagt fram til kynningar.
- Staða framkvæmda hjá Vopnafjarðarhreppi, til kynningar
Minnisblað vegna stöðu framkvæmda og fjárfestinga hjá Vopnafjarðarhreppi lagt fram til kynningar.
- Ungmennaráð 23.1
- 17.fundur stjórnar SSA
Lagt fram til kynningar.
- 146.fundur stjórnar Austurbrúar
Lagt fram til kynningar.
- 941.fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 9:44.