Hreppsráð

Fundur nr. 21

Kjörtímabilið 2022—2026

4. janúar 2024

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps þann 4. janúar 2024 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30.

1. Erindi#1-erindi

 • Húsnæð­isáætlun Vopna­fjarð­ar­hrepps 2024 - drög

  ​Sveitarstjóri fór yfir og kynnti drög að Húsnæðisáætlun Vopnafjarðarhrepps 2024.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir að vísa drögum að Húsnæðisáætlun Vopnafjarðarhrepps 2024 til umsagnar í umhverfis- og framkvæmdaráði. 

  Samþykkt samhljóða

 • Refa- og minka­veiði 2023

  ​Lagt fram til kynningar yfirlit yfir kostnað við refa- og minkaveiði hjá sveitarfélaginu árið 2023. 

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð felur sveitarstjóra að endurskoða reglur um refa- og minkaveiði og leggja uppfærð drög fyrir hreppsráð. 

  Samþykkt samhljóða.

 • Starfs­mannamál, staða forstöðu­manns áhalda­húss

  ​Lagt fram minnisblað vegna starfslýsingar forstöðumanns áhaldahúss.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð samþykkir að auglýsa stöðu forstöðumanns áhaldahúss. 

  Samþykkt samhljóða. 

 • Sjáv­ar­út­vegs­stefna og breyting á lögum um sjáv­ar­útveg – beiðni um umsögn

  ​Lögð fram beiðni um umsögn um Sjávarútvegsstefnu og breytingu á lögum um sjávarútveg frá Matvælaráðuneytinu.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð samþykkir að senda inn neðangreinda umsögn: 

  „Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps lýsir yfir áhyggjum af óljósum ákvæðum í lagafrumvarpinu sem snúa að innviðastuðningi til sjávarbyggða í stað byggðakvóta. Erfitt er að sjá að þau ákvæði séu til þess fallin að efla útgerð og mannlíf í sjávarbyggðum landsins.“ 

  Samþykkt samhljóða

 • Umsögn um frum­varp til laga um breyt­ingar á raforku­lögum(raforku­ör­yggi), 348. mál frá Samtökum sveit­ar­fé­laga á köldum svæðum, til kynn­ingar

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Jafn­rétt­is­stofa – Ábending til sveit­ar­fé­laga um mikil­vægi jafn­rétt­is­sjón­ar­miða við stefnu­mótun og ákvarð­ana­töku í breyt­ingum á fyrir­komu­lagi leik­skóla

  ​Lagt fram til kynningar.

2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

 • Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd 13.12

  ​Lagt fram til kynningar.

 • 940. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga

  ​Lagt fram til kynningar.

 • 16. fundur stjórnar SSA

  ​Lagt fram til kynningar.

 • 145. fundur stjórnar Aust­ur­brúar

  ​Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið 09:13.