Fundur nr. 20
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu drög að fjárfestingaráætlun Vopnafjarðarhrepps 2024-2027.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir að vísa drögum að fjárfestingaráætlun Vopnafjarðarhrepps fyrir árin 2024-2027 til samþykktar í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur tölvupóstur varðandi stöðu starfsmanns RARIK á Vopnafirði.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð mótmælir því að opinbert starf starfsmanns RARIK á Vopnafirði hafi ekki verið auglýst og stöðugildið fært yfir í Langanesbyggð og þar með lagt niður á Vopnafirði. Mjög mikilvægt er að fækka ekki opinberum störfum á landsbyggðinni sérstaklega þar sem mikilvægir innviðir eru til staðar. Hreppsráð skorar á RARIK að endurskoða ákvörðun sína.
Samþykkt samhljóða.
Lagt fram til kynningar uppsagnarbréf forstöðumanns áhaldahúss.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð þakkar Gunnþóri K. Guðfinnssyni fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í störfum hans á nýjum vettvangi.
Lögð fram beiðni frá Kennarasambandi Íslands um þátttöku sveitarfélagsins í samstarfsverkefni um vinnuumhverfi starfsfólks í leik- og grunnskólum.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð samþykkir að leikskólinn Brekkubær óski eftir þátttöku í verkefninu.
Samþykkt samhljóða.
Lögð fram til kynningar samantekt á viðburðinum, Vatnaskil, samtal um framtíðartækifæri í sveitum Austurlands.
Stjórnendamælaborð
Vopnafjarðarhrepps lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.