Hreppsráð

Fundur nr. 20

Kjörtímabilið 2022—2026

8. desember 2023

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps þann 8.desember 2023 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00.

Almenn mál#almenn-mal

  • Vopna­fjarða­hreppur – drög að fjár­fest­ingaráætlun 2024-2027

    ​Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu drög að fjárfestingaráætlun Vopnafjarðarhrepps 2024-2027.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir að vísa drögum að fjárfestingaráætlun Vopnafjarðarhrepps fyrir árin 2024-2027 til samþykktar í sveitarstjórn.

    Samþykkt samhljóða. 


  • Staða starfs­manns RARIK á Vopna­firði

    Fyrir liggur tölvupóstur varðandi stöðu starfsmanns RARIK á Vopnafirði.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð mótmælir því að opinbert starf starfsmanns RARIK á Vopnafirði hafi ekki verið auglýst og stöðugildið fært yfir í Langanesbyggð og þar með lagt niður á Vopnafirði. Mjög mikilvægt er að fækka ekki opinberum störfum á landsbyggðinni sérstaklega þar sem mikilvægir innviðir eru til staðar. Hreppsráð skorar á RARIK að endurskoða ákvörðun sína.

    Samþykkt samhljóða.


  • Starfs­mannamál, staða forstöðu­manns áhalda­húss

    ​Lagt fram til kynningar uppsagnarbréf forstöðumanns áhaldahúss.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð þakkar Gunnþóri K. Guðfinnssyni fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í störfum hans á nýjum vettvangi.


  • Þátt­taka í samstarfs­verk­efni um vinnu­um­hverfi starfs­fólks í leik- og grunn­skólum

    ​Lögð fram beiðni frá Kennarasambandi Íslands um þátttöku sveitarfélagsins í samstarfsverkefni um vinnuumhverfi starfsfólks í leik- og grunnskólum.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð samþykkir að leikskólinn Brekkubær óski eftir þátttöku í verkefninu.
     
    Samþykkt samhljóða.


  • Vatna­skil, samtal um fram­tíð­ar­tæki­færi í sveitum Aust­ur­lands, til kynn­ingar

    ​Lögð fram til kynningar samantekt á viðburðinum, Vatnaskil, samtal um framtíðartækifæri í sveitum Austurlands. 

  • Stjórn­enda­mæla­borð Vopna­fjarð­ar­hrepps, til kynn­ingar

    Stjórnendamælaborð Vopnafjarðarhrepps lagt fram til kynningar.

2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

  • Umhverfis- og fram­kvæmdaráð 15.11

    ​Lagt fram til kynningar.

  • 937.fundur stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga

    ​Lagt fram til kynningar.

  • 938.fundur stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga

    ​Lagt fram til kynningar.

  • 15.fundur stjórnar SSA

    ​Lagt fram til kynningar.

  • 144.fundur stjórnar Aust­ur­brúar

    ​Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 9:30.