Hreppsráð
Fundur nr. 19
Kjörtímabilið 2022—2026
1. nóvember 2023
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Mætt til fundar
Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps þann 1.nóvember 2023 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30.
- Vopnafjarðarhreppur - drög að fjárhagsáætlun 2024-2027
Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu drög að fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps 2024-2027.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir að vísa drögum að fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps fyrir árin 2024-2027 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
- Framlenging á yfirdráttarheimild 011123
Fyrir lá umsókn um yfirdráttarheimild á reikningi nr. 180 í Landsbankanum.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð samþykkir að óska eftir framlenginu á óbreyttri yfirdráttarheimild að upphæð 50 Mkr á reikningi nr. 180 í Landsbankanum.
Samþykkt samhljóða.
- Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2023
Fram lagður viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2023.
Ekki er um að ræða breytingu á afkomu A eða AB hluta né sjóðstreymiáhrif þar sem áhrif viðaukans er innan aðalsjóðs.
Viðauki 2 er til kostnaðarauka menningarmála um 1Mkr en á móti er
kostnaðarlækkun í umhverfismálum um sömu upphæð, en viðaukinn er vegna gjafar Vopnafjarðarhrepps til Vopnafjarðarkirkju.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps 2023 og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja hann.
Samþykkt samhljóða.
- Boð á aðalfund HAUST 071123
Fram lagt boð á aðalfund HAUST sem fer fram á Reyðarfirði, þriðjudaginn 7.nóvember kl. 14:00.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sandra Konráðsdóttir er fulltrúi Vopnafjarðarhrepps á aðalfundinum og fer með atkvæði sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
- Umsögn Vopnafjarðarhrepps við Samgönguáætlun 2024-2038
Lögð fram drög að umsögn Vopnafjarðarhrepps við Samgönguáætlun 2024-2038.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sveitarstjóra að senda inn umsögn.
Samþykkt samhljóða.
- Sundabúð, íbúð 101 - tillaga að breytingum
Lögð fram tillaga að breytingum á íbúð 101 í Sundabúð vegna aðgengismála.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingum á íbúð 101 í Sundabúð og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða.
- Styrkbeiðni vegna kajakleigu
Lögð fram styrktarbeiðni frá Dorotu J Burba og Þorgrími Kjartanssyni vegna kajakleigu á Vopnafirði.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð hafnar erindinu og bendir umsækjendum á Uppbyggingarsjóð Austurlands og fleiri sjóði sem styrkja verkefni af þessu tagi.
Samþykkt samhljóða.
- Styrkbeiðni frá Aflinu, samtökum fyrir þolendur ofbeldis
Lögð fram styrktarbeiðni frá Aflinu, samtökum fyrir þolendur ofbeldis.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð samþykkir að styrkja Aflið um 150.000 kr.
Samþykkt samhljóða.
- Erindi frá menningar- og atvinnumálanefnd:tillögur til fjárhagsáætlanagerðar 2024
Fram lagðar tillögur til fjárhagsáætlanagerðar 2024 frá menningar- og atvinnumálanefnd.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð vísar tillögunum til fjárhagsáætlanagerðar 2024.
Samþykkt samhljóða.
- Ungmennaráð 16.10
Lagt fram til kynningar.
- Menningar- og atvinnumálanefnd 18.10
Lagt fram til kynningar.
- 175. fundargerð Heilbrigðisnefndar Austurlands
Lagt fram til kynningar.
- 935. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:24.