Hreppsráð

Fundur nr. 17

Kjörtímabilið 2022—2026

13. október 2023

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 09:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps þann 12. október 2023 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30.

1. Erindi#1-erindi

 • Samn­ingur um bruna­varnir í Vopna­fjarð­ar­hreppi

  ​Samningur um brunavarnir í Vopnafjarðarhreppi lagður fram til kynningar.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð felur sveitarstjóra að boða varðstjóra slökkviliðs Vopnafjarðar á fund hreppsráðs til að ræða fyrirkomulag slökkviliðsmála á Vopnafirði.

  Samþykkt samhljóða.


 • Erindi frá innviða­ráðu­neytinu - Þjón­ustu­stefna sveit­ar­fé­laga, til kynn­ingar

  ​Erindi frá innviðaráðuneytinu varðandi þjónustustefnu sveitarfélaga lagt fram til kynningar.

 • Bréf til sveit­ar­fé­laga um innviði fyrir orku­skipti, til kynn­ingar

  ​Lagt fram bréf frá umhverfis- orku – og loftlagsráðuneytinu um innviði fyrir orkuskipti til kynningar.

 • Til umsagnar 182. mál um tillögu til þings­álykt­unar um stefnu­mót­andi áætlun í málefnum sveit­ar­fé­laga fyrir árin 2024-2038 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028.

  Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024 til 2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024 til 2028.

  Fram lagt til kynningar.


 • Erindi frá Römpum upp Ísland

  ​Lagt fram erindi frá Römpum upp Ísland.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjóra er falið að svara erindinu og vinna málið áfram.

  Samþykkt samhljóða. 


 • Styrk­beiðni frá Mela­vinum

  ​Lögð fram styrktarbeiðni frá Melavinum fyrir árið 2024.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð samþykkir að styrkja Melavini á fjárhagsárinu 2024 og vísar því til fjárhagsáætlanagerðar 2024.

  Samþykkt samhljóða. 


 • Styrkur vegna hleðslu­stöðvar

  ​Lagt fram erindi frá Ísorku vegna hæghleðslustöðvar við íþróttahús Vopnafjarðarhrepps.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram með Ísorku.

  Samþykkt samhljóða.


 • Vetr­aropnun í Selár­laug, tillaga að breyt­ingu

  ​Minnisblað vegna tillögu að breytingu á vetraropnun í sundlaug, dagsett 4.september 2023 lagt fram.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð samþykkir breyttan opnunartíma í Selárlaug í vetur og verður opið sem hér segir: mán-fös er opið frá 14:00 – 19:00 og lau-sun er opið frá 12:00 – 18:00.

  Samþykkt samhljóða. 


 • Snjómokstur í Vopna­fjarð­ar­hreppi – drög að auglýs­ingu

  ​Lögð fram drög að auglýsingu vegna snjómoksturs í Vopnafjarðarhreppi.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð vísar drögunum til áframhaldandi vinnu.

  Samþykkt samhljóða.


 • Vopna­fjarða­hreppur – 8 mánaða uppgjör samstæðu

  ​Lagt fram til kynningar 8 mánaða uppgjör samstæðu Vopnafjarðarhrepps.

 • Staðan á stjórn­enda­mæla­borðinu

  ​Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:08.