Hreppsráð
Fundur nr. 16
Kjörtímabilið 2022—2026
7. september 2023
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Mætt til fundar
Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps þann 7. september 2023 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30.
Fundarmenn hófu fund á því að minnast Violetu Mitul, leikmann Einherja sem lést af slysförum aðfaranótt 4.september sl. og vottuðu fjölskyldu hennar og ungmennafélaginu Einherja samúð sína.
- Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum (SSKS), 22.9
Framlagt fundarboð á ársfund SSKS sem haldinn verður 22.september næstkomandi kl. 12.30 á Hilton Nordica.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjóri er fulltrúi Vopnafjarðarhrepps á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
- Stígamót, styrktarbeiðni 2023
Lögð fram styrktarbeiðni frá Stígamótum fyrir árið 2023.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð samþykkir að styrkja Stígamót um 70.000 kr árið 2023.
Samþykkt samhljóða.
- Beiðni um viðauka - íbúðir aldraðra í Sundabúð
Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2023 vegna uppgerðar á íbúðum aldraðra í Sundabúð.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2023 vegna uppgerðar á íbúðum aldraðra í Sundabúð.
Samþykkt samhljóða.
Minnisblað vegna tillögu að breytingu á vetraropnun í sundlaug, dagsett 4.september 2023 lagt fram.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð samþykkir breyttan opnunartíma í Selárlaug í september 2023 og verður opið sem hér segir: mán-fös er opið frá 12:00 – 19:00 og lau-sun er opið frá 12:00 – 18:00.
Samþykkt samhljóða.
- Forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2024-2027
Lagt fram til kynningar minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna forsenda fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2024 – 2027.
- Staðan á stjórnendamælaborðinu
- Fundartími hreppsráðs
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð samþykkir að næsti fundur hreppsráðs verði haldinn 12.október 2023 í stað 5.október 2023.
Samþykkt samhljóða.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:24.