Hreppsráð

Fundur nr. 15

Kjörtímabilið 2022—2026

10. ágúst 2023

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps þann 10. ágúst 2023 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30.

1. Erindi#1-erindi

 • Fjár­mála­ráð­stefna sveit­ar­fé­laga 21.-22.sept­ember

  ​Framlögð tilkynning um að fjármálaráðstefna verður haldin 21. til 22. september.


  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð, sveitarstjóri og fjármálastjóri mæta fyrir hönd Vopnafjarðarhrepps.

  Samþykkt samhljóða.

 • Bréf til sveit­ar­fé­laga frá Bænda­sam­tökum Íslands – ágangur búfjár

  ​Framlagt til kynningar erindi frá Bændasamtökum Íslands varðandi lausagöngu búfjár.


  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð vísar erindi frá Bændasamtökum Íslands til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

  Samþykkt samhljóða.

 • Pílu­félag Vopna­fjarðar – styrkt­ar­beiðni

  ​Lögð fram styrktarbeiðni frá Pílufélagi Vopnafjarðar.


  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð tekur vel í erindið og vísar því til fjárhagsáætlanagerðar 2024 og sveitarstjóra falið að óska eftir nánari upplýsingum frá formanni Pílufélagi Vopnafjarðar.

  Samþykkt samhljóða.

 • Breyt­ingar á sorp­hirðu 2023, minn­is­blað 070723

  ​Minnisblað vegna breytingu á sorphirðu 2023, dagsett 7.júlí 2023 lagt fram til kynningar.


  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð leggur til við sveitarstjórn að stofna vinnuhóp sem fundar reglulega frá og með hausti til að útfæra fyrirkomulag sorphirðu á Vopnafirði vegna nýrra laga sem tóku gildi 1.janúar 2023. Í vinnuhópnum eru: sveitarstjóri, fjármálastjóri, fulltrúi frá þjónustumiðstöð og tveir fulltrúar úr sveitarstjórn.

  Samþykkt samhljóða. 

 • Frístunda­styrkir sveit­ar­fé­laga 2022-2023

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Samkomulag vegna álits umboðs­manns Alþingis, trún­að­armál

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Fundur ríkis­stjórn­ar­innar á Aust­ur­landi 2023

  ​Framlagður tölvupóstur frá framkvæmdastjóra Austurbrúar vegna ríkisstjórnarfundar sem áætlað er að halda á Austurlandi fimmtudaginn 31.ágúst nk.


  Frá Vopnafjarðarhreppi mæta sveitarstjóri, oddviti og fulltrúi frá minnihluta: Sara Elísabet Svansdóttir, Axel Örn Sveinbjörnsson og Bjartur Aðalbjörnsson. 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:37.