Hreppsráð
Fundur nr. 14
Kjörtímabilið 2022—2026
6. júlí 2023
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Mætt til fundar
Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps þann 6. júlí 2023 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00.
- Haustþing SSA 28.-29.september
Fyrir liggur bréf frá framkvæmdastjóra Austurbrúar varðandi dagsetningu haustþings SSA.
Haustþing SSA verður haldið dagana 28.-29.september í Fljótsdal.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð samþykkir að flýta sveitarstjórnarfundi sem var á dagskrá fimmtudaginn 28.september til miðvikudagsins 27.septembers vegna haustþings SSA.
Samþykkt samhljóða.
- Akstur skóla-, og leikskólabarn í Vopnafjarðarhreppi, umsóknir
Umsóknir í leiðina „Hofsárdalur vestur“ lagðar fram.
Tvær umsóknir bárust i akstursleiðina.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð felur sveitarstjóra að óska eftir frekari gögnum og afgreiða erindið.
Samþykkt samhljóða.
- Viðauki við styrktarsamning hestamannafélagsins Glófaxa
Lögð fram drög að viðauka við styrktarsamning sveitarfélagsins við hestamannafélagið Glófaxa.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð tekur vel í erindið og vísar því til fjárhagsáætlanagerðar 2024.
Samþykkt samhljóða.
- Fjarvarmaveita á Vopnafirði, til kynningar
Erindi frá Brim er varðar fjarvarmaveitu á Vopnafirði lagt fram til kynningar.
- Andmæli við minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um ágang búfjár, til kynningar
Lagt fram til kynningar.
- Umhverfis- og framkvæmdaráð 14.6
Lagt fram til kynningar.
- 929.fundur stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
- 930.fundur stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
- 931.fundur stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
- 173.fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Lagt fram til kynningar.
- 928.fundur stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 08:41.