Hreppsráð
Fundur nr. 13
Kjörtímabilið 2022—2026
8. júní 2023
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Mætt til fundar
Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps þann 8. júní 2023 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00.
- Hlöðuball á Vopnaskaki — umsagnarbeiðni
Sótt er um tækifærisleyfi vegna fjölskylduskemmtunar og dansleiks að Staðarholti, Hofi.
Umsækjandi: Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569
Ábyrgðarmaður: Sara Elísabet Svansdóttir, kt. 310382-4859. Netf. saras@vfh.is.
Gestafjöldi: 300
Það liggur fyrir umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Austurlandi um tækifærisleyfi fyrir fjölskylduskemmtun og dansleik á Staðarholti við Hof dagsett 1. júlí 2023.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð fellst á að veita ofangreint leyfi með fyrirvara á samþykki annarra umsagnaraðila.
Samþykkt samhljóða.
- Akstur skóla-, og leikskólabarna í Vopnafjarðarhreppi, drög til kynningar
Gögn vegna aksturs skóla- og leikskólabarna í Vopnafjarðarhreppi lögð fram til kynningar.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og auglýsa eftir tilboðum í leiðina „Hofsárdalur vestur“.
Samþykkt samhljóða.
- Austurbrú — sameining ferðavefa, drög að samstarfssamningi
Lagt fram erindi frá Austurbrú, dagsett 17.maí 2023 ásamt drögum að samstarfssamningi vegna sameiningu ferðavefa á Austurlandi.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við Austurbrú.
Samþykkt samhljóða.
- Víkingurinn — styrktarbeiðni
Bréf frá forsvarsfólki Víkingsins, keppni sterkustu landsmanna landsins lagt fram.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð vísar erindinu til afgreiðslu í menningar- og atvinnumálanefnd.
Samþykkt samhljóða.
- Samtökin 78 — styrktarbeiðni
Styrktarbeiðni frá Samtökunum 78 lögð fram.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð samþykkir að styrkja Samtökin 78 um 50.000 krónur.
Samþykkt samhljóða.
- Strandveiðiáskorun
Lagt fram til kynningar og vísað til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
- Staðan á stjórnendamælaborðinu — til kynningar
Staðan á sjórnendamælaborðinu lögð fram til kynningar.
- Menningar- og atvinnumálanefnd 17.5
- 926.fundur stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
- 927.fundur stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:31.