Hreppsráð

Fundur nr. 12

Kjörtímabilið 2022—2026

5. maí 2023

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps þann 5. maí 2023 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00.

1. Erindi#1-erindi

  • Skipurit Vopna­fjarð­ar­hrepps 2023

    ​Uppfært skipurit Vopnafjarðarhrepps lagt fram.

    Hreppsráð vísar skipuritinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.


  • Erindi frá sveit­ar­stjórn: Gjald­skrá Vopna­fjarð­ar­hafnar – til kynn­ingar

    ​Sveitarstjóri greindi frá málinu. 

    Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.

    Samþykkt samhljóða.

  • Erindi frá sveit­ar­stjórn: Neta­veiði á laxfiskum í sjó – til kynn­ingar

    ​Axel Örn Sveinbjörnsson víkur af fundi og Sigurður Grétar Sigurðsson kemur inn í hans stað.

    Lagt fram erindi frá sveitarstjórn, dagsett 19.apríl 2023 ásamt nánari gögnum vegna netaveiði á laxfiskum í landi Vopnafjarðarhrepps.

    Hreppsráð felur sveitarstjóra að svara bréfinu og setja upp reglur varðandi netaveiði í lónunum og leggja fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.

    Samþykkt samhljóða.

    Sigurður Grétar Sigurðsson víkur af fundi og Axel Örn Sveinbjörnsson kemur aftur inn á fund. 

  • Úthlutun bænda­daga 2023

    ​Bréf frá formanni veiðifélagsins í Hofsá og Sunnudalsá varðandi úthlutun bændadaga 2023 lagt fram. 

    Hreppsráð felur sveitarstjóra að auglýsa happdrætti vegna bændadaga og samþykkir að skilyrði fyrir þátttöku sé lögheimili í Vopnafjarðarhreppi og að gjald fyrir þátttöku sé 1.000 kr.

    Samþykkt samhljóða.

  • Víking­urinn – styrkt­ar­beiðni

    ​Bréf frá forsvarsfólki Víkingsins, keppni sterkustu landsmanna landsins lagt fram.

    Sveitarstjóra falið að óska eftir nánari upplýsingum. 

    Samþykkt samhljóða.

  • Hjólað á Aust­ur­landi – styrkt­ar­beiðni

    ​Styrktarbeiðni frá Ómari Smára Kristinssyni vegna útgáfu á bók um hjólastíga á Austurlandi lagt fram.

    Hreppsráð samþykkir að styrkja verkefnið um 55 þúsund krónur.
    Samþykkt samhljóða.

  • Staðan á stjórn­enda­mæla­borðinu – til kynn­ingar

    ​Staðan á stjórnendamælaborðinu lögð fram til kynningar.

2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

  • Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd 19.4

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Umhverfis- og fram­kvæmdaráð 19.4

    ​Lagt fram til kynningar.

  • 922.fundur stjórnar sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga

    ​Lagt fram til kynningar.

  • 923.fundur stjórnar sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga

    ​Lagt fram til kynningar.

  • 924.fundur stjórnar sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga

    ​Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:07.