Hreppsráð

Fundur nr. 10

Kjörtímabilið 2022—2026

13. apríl 2023

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:15
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps þann 13. apríl 2023 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:15.

1. Erindi#1-erindi

 • Jafn­rétt­isáætlun 2023 – 2026 – drög

  ​Sveitarstjóri kynnti uppfærða jafnréttisáætlun sveitarfélagsins fyrir hreppsráði.

  Hreppsráð vísar erindinu til kynningar i fagráðum Vopnafjarðarhrepps og til samþykktar í sveitarstjórn.

  Samþykkt samhljóða.

 • Samþykktir um stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps 2023 – drög

  ​Drög að uppfærðum samþykktum um stjórn Vopnafjarðarhrepps lagðar fram. 

  Hreppráð vísar samþykktunum til fyrri umræðu i sveitarstjórn.

  Samþykkt samhljóða. 

 • Skipurit Vopna­fjarð­ar­hrepps 2023

  ​Uppfært skipurit Vopnafjarðarhrepps lagt fram.

  Hreppsráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

  Samþykkt samhljóða.

 • Erindi frá fjöl­skyldu­ráði – örygg­ismál gang­andi vegfar­anda/barna

  ​Lagt fram erindi frá fundi fjölskylduráðs þann 14.mars 2023, þar sem sveitarfélagið er hvatt til að huga betur að öryggismálum gangandi vegfaranda.


  Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
  Samþykkt samhljóða.
 • Erindi frá fjöl­skyldu­ráði – sund­laug­aropnun

  ​Lagt fram erindi frá fundi fjölskylduráðs þann 14.mars 2023, þar sem lögð er til breytt opnun á sundlauginni Selárdal.

  Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
  Samþykkt samhljóða.

 • Erindi frá sveit­ar­stjórn: Gjald­skrá Vopna­fjarð­ar­hafnar

  ​Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 8. mars – undir liðnum „skýrsla hafnarvarðar“ - var rætt um gjöld sem Vopnafjarðarhreppur innheimtir vegna geymslu gáma á lóð utan við frystigeymslu Brims. Vopnafjarðarlistinn leggur til að sveitarstjóra verði falið að skoða málið og greina frá niðurstöðum á næsta fundi hreppsráðs.

  Sveitarstjóri greindi frá málinu.

  Hreppsráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja uppfærð gögn fyrir næsta hreppsráðsfund.

  Samþykkt samhljóða.
 • Svar­bréf til eftir­lits­nefndar með fjár­málum sveit­ar­fé­laga – drög

  ​Drög að svarbréfi til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga lagt fram.

  Hreppsráð samþykkir svarbréfið og að það verði sent til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.

  Samþykkt samhljóða.

 • Staðan á stjórn­enda­mæla­borðinu – til kynn­ingar

  ​Staðan á stjórnendamælaborðinu lögð fram til kynningar.

 • Breyt­ingar á reglu­verki Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga – í samráðs­gátt

  ​Framlagðar til kynningar úr samráðsgátt fyrirhugaðar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

 • Fjöl­skylduráð 14.3

  ​Lagt fram til kynningar.

 • 920.fundur stjórnar sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga

  ​Lagt fram til kynningar.

 • 172.fundur Heil­brigð­is­nefndar Aust­ur­lands

  ​Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:53.