Hreppsráð

Fundur nr. 20

Kjörtímabilið 2018—2022

3. september 2020

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15. kl. 08:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • Land­bún­að­ar­nefnd 20.8.

  ​i. Önnur mál: Sorphirða er viðkemur bændum er í vinnslu hjá sveitarstjóra. Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar. Samþykkt samhljóða.​


2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Þróun­ar­verk­efni um vindorku – kynning frá Eflu

  ​Hafsteinn Helgason frá Eflu og Sigurgeir Tryggvason frá Summu kynntu þróunarverkefnið um vindorku sem er á vinnslustigi og svaraði spurningum hreppsráðs. ​

 • Viðskipti mötu­neyta Vopna­fjarð­ar­hrepps

  ​Lagt fram til kynningar minnisblað um viðskipti Vopnafjarðarhrepps við Kauptún. Hreppsráð felur deildum sveitarfélagsins að versla eftir fremsta megni í heimabyggð.  Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.​

 • Húsnæð­isáætlun Vopna­fjarð­ar­hrepps – minn­is­blað

  ​Minnisblað um húsnæðisáætlun Vopnafjarðarhrepps lagt fram. Hreppsráð samþykkir minnisblaðið og felur sveitarstjóra að skila inn minnisblaðinu til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og í kjölfarið setja uppfærslu á húsnæðisáætluninni í ferli. Samþykkt samhljóða.​

 • Reglur um skóla­akstur í Vopna­fjarð­ar­hreppi - drög

  ​Drög að reglum um skólaakstur í Vopnafjarðarhreppi lögð fram. Hreppsráð vísar drögunum til Fræðslunefndar til umsagnar. Samþykkt samhljóða.​

 • Samn­ingur um akstur skóla­barna - drög

  ​Drög að samningum um akstur skólabarna lögð fram. Hreppsráð vísar drögunum til Fræðslunefndar til umsagnar. Samþykkt samhljóða.​

 • Auglýsing vegna leigu­íbúða á Skála­nes­götu

  ​Auglýsing vegna leiguíbúða á Skálanesgötu 8b-8g lögð fram. Hreppsráð samþykkir auglýsinguna og felur sveitarstjóra að setja auglýsinguna í loftið. Samþykkt samhljóða.​

 • Rekstur á flug­velli Isavia

  ​Lagt fram til kynningar minnisblað um rekstur flugvallarins á Vopnafirði og lendingartölur frá Isavia. Hreppsráð sér ekki hag sinn í því að sveitarfélagið taki yfir rekstur flugvallarins af Isavia miðað við framangreindar forsendur og áréttar að þetta sé ekki hlutverk sveitarfélagsins og hvetur ríkið til að standa vörð um opinber störf á landsbyggðinni. Samþykkt samhljóða.​

 • Stöðu­gildi í útibúi Lands­bankans á Vopna­firði

  ​Ekki hefur ráðið í starf útibússtjóra Landsbankans á Vopnafirði sem lét af störfum í vor vegna aldurs. Hreppsráð hefur áhyggjur af því að ekki hefur verið ráðið í starfið og felur sveitarstjóra að fá fund með yfirmanni útibúsins á Vopnafirði. Samþykkt samhljóða.​

 • Síma­sam­band í Selár­laug

  ​Það er ekkert gsm samband í Selárdal og þar með Selárlaug. Í ljósleiðaranum sem er núna kominn við sundlaugina er gert fyrir ráð fyrir endurvarpa sem myndi tryggja gsm samband. Hreppsráð hvetur fjarskiptafyrirtækið til að setja endurvarpa svo tryggt sé gsm samband í Selárdalnum vegna öryggissjónarmiða. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.​

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 11:23.