Hreppsráð

Fundur nr. 18

Kjörtímabilið 2018—2022

2. júlí 2020

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15. kl. 08:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Í upphafi fundar var leitað afbrigða með því að taka fyrst fyrir fundarliðinn „Kjör formanns og varaformanns hrepprsáðs“ undir „Almenn mál“. Samþykkt samhljóða.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • 885.fundur stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga 12.6.

  ​Lagt fram til kynn­ingar.​

 • Héraðs­skjala­safn Aust­firð­inga 15.6.

  ​Lagt fram til kynn­ingar.​

 • Kjör­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps 16.6.

  ​Lagt fram til kynn­ingar.

 • Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd 24.6.

  ​i. Lýsing fyrir breyt­ingu á aðal­skipu­lagi vegna veiði­húss í Ytri-HlíðHreppsráð tekur undir bókun skipu­lags- og umhverf­is­nefndar og samþykkir að lýsingin verði auglýst og kynnt. Samþykkt samhljóðaii. Umsókn um stofnun lands – Ytri hlíð 3Hreppsráð tekur undir bókun skipu­lags- og umhverf­is­nefndar og samþykkir erindið. Samþykkt samhljóða.iii. Ytri-hlíð – ósk um vegslóðaHreppráð tekur undir bókun skipu­lags- og umhverf­is­nefndar og heim­ilar bygg­ing­ar­full­trúa að gefa út fram­kvæmda­leyfi fyrir vegslóð­anum að viðhöfðu samráði við Umhverf­is­stofnun og Minja­stofnun Íslands. Samþykkt samhljóða.iv. Lýsing fyrir breyt­ingu á deili­skipu­lagi miðsvæðis hafnar vegna niðurrifsHreppsráð tekur undir bókun skipu­lags- og umhverf­is­nefndar og samþykkir að lýsingin verði auglýst og kynnt. Samþykkt með tveimur atkvæðum. Einn situr hjá.Hreppsráð áréttar að nefndir séu full­mann­aðar og vara­menn séu boðaðir á fundi.​


 • Stjórn Skóla­skrif­stofu Aust­ur­lands 29.6.

  ​Lagt fram til kynn­ingar.​

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Umsókn um bygg­ing­ar­lóðir í Skála­nes­götu

  ​Tekin fyrir umsókn um lóðina Skálenes­gata 8b – 8i frá Hrafns­hóli, kt: 540217-1300. Hreppsráð samþykkir að verða við erindinu og úthluta lóðinni til Hrafns­hóls. Sveit­ar­stjóra jafn­framt falið að afgreiða lóðar­leigu­samn­inga fyrir lóðirnar tvær sem sótt er um. Samþykkt samhljóða.​

 • Kjör formanns og vara­for­manns hrepps­ráðs

  ​Íris Gríms­dóttir tilnefnd sem formaður hrepps­ráðs. Samþykkt með tveimur atkvæðum. Einn situr hjá.
  Sigríður Braga­dóttir tilnefnd sem vara­formaður hrepps­ráðs. Samþykkt með tveimur atkvæðum. Einn situr hjá.

 • Málefni hjúkr­un­ar­heimila, fundur Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga

  ​Kynntir minn­ispunktar frá fundi Sambandsins með bakhópi um rekstur hjúkr­un­ar­heimila. Hreppsráð getur ekki unað við að rekstr­ar­vandi hjúkr­un­ar­heim­il­isins lendi á rekstri sveit­ar­fé­lagsins og ítrekar að ríkið axli ábyrgð á rekstri þeirra. Þá minnir hreppsráð á ósam­ræmi það sem ríkj­andi er, þar sem rekstur hjúkr­un­ar­heimila í nágranna­sveit­ar­fé­lögum er fjár­magn­aður beint af ríkis­fram­lögum. Hreppsráð felur sveit­ar­stjóra að ganga frá bréfi til heil­brigð­is­ráð­herra vegna alvar­legs rekstr­ar­vanda hjúkr­un­ar­heim­il­isins í Vopna­fjarð­ar­hreppi. Samþykkt samhljóða.​

 • Rann­sókn­ar­setur vatna­vist­kerfa

  ​Hreppsráð samþykkir áður ákveðið framlag samkvæmt samn­ingi og skiptist það þannig að Vopna­fjarð­ar­hreppur leggur til 2.5 milljón kr. Af þeirri upphæð eru 640.000 kr skrif­stofu­að­staða verk­efna­stjóra, 1 milljón kr er framlag í gegnum Fram­fara- og ferða­mála­félag Vopna­fjarðar og 860.000 kr framlag Vopna­fjarð­ar­hrepps. Fram­lagið fer af bókhalds­lykli 4915, deild 1361. Samþykkt samhljóða.​

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

 • Bréf frá Land­vernd – Hálendi Aust­ur­lands

  ​Lagt fram til kynn­ingar.​

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 09:01.