Hreppsráð
Fundur nr. 8
Kjörtímabilið 2022—2026
2. mars 2023
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Mætt til fundar
Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps þann 2. mars 2023 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:00.
- Lenging á löndunarbryggju – minnisblað og uppfærð kostnaðaráætlun frá Vegagerðinni
Fyrir liggur minnisblað og uppfærð kostnaðaráætlun frá Vegagerðinni vegna lengingar á löndunarbryggju. Kostnaður vegna lengingarinnar er áætlaður 778 mkr (m/vsk) og er hlutur Vopnafjarðarhrepps 311 mkr (m/vsk.) sem dreifist á þrjú ár, 2023-2025.
Árlegur heimahluti (m.vsk) framkvæmda er áætlaður 311 mkr sem dreifist:
•2023: 160 mkr (129 mkr án vsk.)
•2024: 63 mkr (51 mkr án vsk)
•2025: 88 mkr (71 mkr án vsk)
Hreppsráð samþykkir að auka fjárfestingu á höfninni úr 100 mkr í 129 mkr árið 2023 og vísar erindinu til kynningar í umhverfis- og framvkæmdaráði og til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Að öðru leyti er erindinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2024.
Samþykkt samhljóða.
- Erindi frá umhverfis- og framkvæmdaráði – umsókn um styrk vegna gangnakofans Geldings
Lagt fram uppfært erindi frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 12.desember 2022, þar sem styrkumsókn vegna gangnakofans Geldings er vísað til afgreiðslu í hreppsráði.
Fyrir fundinum liggja uppfærð gögn vegna erindisins, framkvæmdaáætlun og myndir af gangnakofanum í dag.
Hreppsráð samþykkir að styrkja framkvæmdina og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi.
Samþykkt samhljóða.
- Staðan á stjórnendamælaborðinu – til kynningar
Staðan á stjórnendamælaborðinu lögð fram til kynningar.
- Fundargerðir til staðfestingar
Lagt fram til kynningar.
- Fjölskylduráð 14.2
Lagt fram til kynningar.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 08:49.