Hreppsráð

Fundur nr. 7

Kjörtímabilið 2022—2026

2. febrúar 2023

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps þann 2. febrúar 2023 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00.

1. Erindi#1-erindi

 • Úthlutun byggða­kvóta á fisk­veiði­árinu 2022-2023 – minn­is­blað til kynn­ingar

  ​Lagt fram til kynningar minnisblað frá sveitarstjóra, dagsett 27.janúar 2023 varðandi úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022-2023. 


  Sveitarfélagið óskaði eftir fresti til að sækja um sérreglur og var veittur frestur til 13.febrúar næstkomandi. Fyrir liggur að Brim hf. muni vinna aflann hér á Vopnafirði og því ekki þörf á því að sækja um sérreglur til Matvælaráðuneytisins.

  Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir að vísa erindinu til menningar- og atvinnumálanefndar til kynningar. Samþykkt samhljóða.

 • Pílu­félag Vopna­fjarðar – styrkt­ar­beiðni
  Lögð fram styrktarbeiðni frá Pílufélagi Vopnafjarðar ásamt minnisblaði sveitarstjóra dagsett, 27.janúar 2023.

  Hreppsráð hafnar styrktarbeiðninni en felur sveitarstjóra að skoða húsnæðismál í sveitarfélaginu með forsvarsfólki pílufélagsins. 

  Samþykkt samhljóða.
 • Ungmenna­fé­lagið Einherji – viðauki við samning til kynn­ingar

  ​Viðauki við styrktarsamning sveitarfélagsins við ungmennafélagið Einherja vegna viðbótarstyrks til ungmennafélagsins árið 2023 lagður fram til kynningar.

 • Erindi frá umhverfis- og fram­kvæmda­ráði – umsókn um styrk vegna gangna­kofans Geld­ings
  Lagt fram erindi frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 12.desember 2022, þar sem styrkumsókn vegna gangnakofans Geldings er vísað til afgreiðslu í hreppsráði.

  Hreppsráð felur sveitarstjóra að fá nánari upplýsingar frá umsóknaraðilum og frestar erindinu til næsta fundar hreppsráðs. 

  Samþykkt samhljóða. 
 • Erindi frá Aust­urbrú og SSA um þátt­töku í nýju verk­efni – trún­að­armál

  ​Fyrir liggur erindi frá Austurbrú og SSA um þátttöku sveitarfélaganna á Austurlandi í nýju verkefni hjá Austurbrú í samstarfi við fleiri aðila. Unnið hefur verið að mótun verkefnisins í haust og liggja fyrir samningsdrög og upplýsingar um aðkomu sveitarfélaganna.


  Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir þátttöku í verkefninu og felur sveitastjóra að vinna að frágangi samnings þess efnis.
  Samþykkt samhljóða.

 • Svar við erindi Vopna­fjarð­ar­hrepps vegna reksturs hjúkr­un­ar­heim­il­isins Sunda­búðar frá Heil­brigð­is­ráðu­neytinu.

  ​Svar við erindi Vopnafjarðarhrepps vegna reksturs hjúkrunarheimilisins Sundabúðar frá Heilbrigðisráðuneytinu, dagsett 20.janúar 2023 lagt fram til kynningar.


  Hreppsráð vísar erindinu til kynningar á næsta fundi sveitarstjórnar.
  Samþykkt samhljóða.
 • Staðan á stjórn­enda­mæla­borðinu – til kynn­ingar

  ​Staðan á stjórnendamælaborðinu lögð fram til kynningar.

2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

 • 171. fundur Heil­brigð­is­nefndar Aust­ur­lands

  ​Lagt fram til kynningar.

 • 917. fundur stjórnar sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga

  ​Lagt fram til kynningar.

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

 • Bréf frá Umboðs­manni Alþingis – Kvörtun vegna ráðn­ingar aðstoð­ar­skóla­stjóra

  ​Lagt fram til kynningar bréf frá Umboðsmanni Alþingis, dagsett 23.janúar 2023, vegna kvörtunar á ráðningu aðstoðarskólastjóra.

  Hreppsráð vísar erindinu til afgreiðslu í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps.