Hreppsráð

Fundur nr. 6

Kjörtímabilið 2022—2026

5. janúar 2023

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00
Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps þann 5. janúar 2023 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00.

1. Erindi#1-erindi

  • Úthlutun byggða­kvóta á fisk­veiði­árinu 2022-2023

    ​Lagt fram til kynningar erindi frá Matvælaráðuneytinu um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta á árinu 2022-2023. Vopnafjarðarhreppur fær úthlutað 1,1 % af heildar þorskígildistonnum eða 54 tonnum á fiskveiðiárinu 2022/2022.


    Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir að vísa erindinu til menningar- og atvinnumálanefndar til umsagnar og að sveitarstjóri vinni málið nánar með tilliti til sérreglna. 

    Samþykkt samhljóða.
  • Pílu­félag Vopna­fjarðar – styrkt­ar­beiðni

    ​Lögð fram styrktarbeiðni frá Pílufélagi Vopnafjarðar. 

    Hreppsráð felur sveitarstjóra að óska eftir nánari upplýsingum frá forsvarsfólki pílufélagsins og frestar erindinu til næsta fundar.

    Samþykkt samhljóða.

  • Tónkvíslin - styrkt­ar­beiðni

    ​Lögð fram styrktarbeiðni frá Tónkvíslinni.

    Hreppsráð samþykkir að styrkja Tónkvíslina um 100 þúsund krónur í formi auglýsingakaupa.

    Samþykkt samhljóða.

2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

  • Fjöl­skylduráð 13.12

    ​Lagt fram til kynningar.

    Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps leggur til að fundað verði með deildarstjóra leikskólans vegna styttingu vinnuvikunnar. 

    Samþykkt samhljóða. 

    Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps tekur vel í lið c. og vísar því áfram til sveitarstjórnar. 

    Samþykkt samhljóða.
  • Menn­ing­ar­mála­nefnd 14.12

    ​Lagt fram til kynningar.

  • 916. fundur stjórnar sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga

    ​Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 08:58.