Hreppsráð

Fundur nr. 5

Kjörtímabilið 2022—2026

1. desember 2022

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps þann 1. desember 2022 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00.

1. Erindi#1-erindi

 • Umboð til samn­inga­gerðar við SÍ fyrir dagdvalir

  ​Hreppsráð samþykkir að fela Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og Sambandi íslenskra sveitarfélaga umboð til samningagerðar við SÍ  um þjónustu í dagdvöl sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra að afgreiða erindið.

  Samþykkt samhljóða.

 • Erindi frá hesta­manna­fé­laginu Glófaxa

  ​Lagt fram erindi frá hestamannafélaginu Glófaxa varðandi aðstöðu hestamannafélagsins á Vopnafirði.


  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð tekur jákvætt í erindið og vísar erindinu til fjárhagsáætlanagerðar 2023. 
   
  Samþykkt samhljóða. 
 • Stígamót – styrkt­ar­beiðni

  ​Lögð fram styrktarbeiðni frá Stígamótum.

  Hreppsráð samþykkir að styrkja Stígamót um 50 þúsund krónur.
  Samþykkt samhljóða.

 • Félag heyrn­ar­lausra – styrkt­ar­beiðni

  ​Lögð fram styrktarbeiðni frá félagi heyrnarlausra. 

  Hreppsráð samþykkir að styrkja félag heyrnarlausra um 50 þúsund krónur.
  Samþykkt samhljóða.
 • Erindi frá ADHD samtök­unum

  ​Lagt fram til erindi frá ADHD samtökunum, dagsett 15.nóvember, varðandi samstarf við sveitarfélagið um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu, um ADHD og fyrir fólk með ADHD. 


  Hreppsráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
  Samþykkt samhljóða.
 • Alex­and­er­sjóður – sala á jörð, minn­is­blað frá Magna lögmönnum

  ​Lagt fram til kynningar minnisblað frá Magna lögmönnum, dagsett 2.nóvember 2022 varðandi sölu á jörð sem er í eigu Alexandersjóðs.

 • Viðbragðs­áætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi

  ​Lögð fram til kynningar stefna um viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi hjá sveitarfélaginu.

  Hreppsráð samþykkir fyrir sitt leyti drögin og felur sveitarstjóra að gefa út stefnuna og kynna fyrir starfsfólki.

  Samþykkt samhljóða. 

 • Gjald­skrár 2023

  ​Drög að gjaldskrám ársins 2023 lagðar fram. Hreppsráð samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrár Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2023 sem taka gildi 1.janúar 2023 og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar. 


  Samþykkt með tveimur atkvæðum. Bjartur Aðalbjörnsson situr hjá.

2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

 • Menn­ing­ar­mála­nefnd 10.11

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Aðal­fundur Héraðs­skjala­safns Aust­firð­inga 15.11

  ​Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:06.