Hreppsráð

Fundur nr. 15

Kjörtímabilið 2018—2022

7. maí 2020

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15. kl. 08:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • Menn­ing­ar­mála­nefnd 16.4.

  ​Lagt fram til kynn­ingar.​

 • Menn­ing­ar­mála­nefnd 27.4.

  ​Lagt fram til kynn­ingar.

 • Menn­ing­ar­mála­nefnd 30.4.

  Liður 1 og 2: Umræða um Vopna­skakHreppsráð tekur undir bókun nefnd­ar­innar og styður við það að halda umræð­unni opinni í ljósi þess hve ástandið er að breytast hratt í samfé­laginu.
  Liður 4: Styrk­beiðni tónleikakóra Vopna­fjarðarVegna breyttra forsenda er starf­andi sveit­ar­stjóra falið að hafa samband við kórmeð­limi.Hreppsráð áréttar að nefndir séu full­mann­aðar á fundum og vara­menn boðaðir inn ef aðal­menn komast ekki.​


 • Æsku­lýðs- og íþrótta­nefnd 27.4.

  ​Lagt fram til kynn­ingar.​

 • 881.fundur stjórnar sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga 24.4.

  ​Lagt fram til kynn­ingar.​

 • 882.fundur stjórnar sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga 30.4.

  ​Lagt fram til kynn­ingar.​

 • 155.fundur Heil­brigð­is­nefndar Aust­ur­lands 28.4.

  ​Lagt fram til kynn­ingar.​

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Samn­ingur á milli Aust­ur­brúar og Vopna­fjarð­ar­hrepps 2020-2022

  ​Lagt fram til kynn­ingar. Starf­andi sveit­ar­stjóra falið að óska eftir fundi með Aust­urbrú um starf­semina. ​

 • Menn­ing­ar­styrkir til jaðar­svæðis – grein­ar­gerð

  ​Hreppsráð lýsir yfir ánægju sinni með grein­ar­gerðina sem menn­ing­ar­mála­nefnd, starfs­maður Aust­ur­brúar og verk­efna­stjóri frístunda æsku­lýðs- og fjöl­menn­ing­ar­mála unnu í samein­ingu. Verk­efna­stjóra frístunda æsku­lýðs- og fjöl­menn­ing­ar­mála falið að vinna verk­efnið áfram. Hreppsráð leggur til að hópurinn nýti sér úrræði Aust­ur­brúar við útfærslu verk­efn­isins. Samþykkt samhljóða.​

 • Drög að samn­ingum um refa- og minka­veiðar í Vopna­fjarð­ar­hreppi

  ​Farið yfir drög að samn­ingum um refa- og minka­veiðar í Vopna­fjarð­ar­hreppi og þær samþykktar með smávægi­legum breyt­ingum. Hreppsráð leggur til við sveit­ar­stjórn að samþykkja þær á fundi sínum 20.maí 2020 ásamt reglum um refa- og minka­veiðar í Vopna­fjarð­ar­hreppi. Samþykkt samhljóða.​

 • Fram­lenging á yfir­drátt­ar­heimild

  ​Baldur Kjart­ansson, fjár­mála­stjóri, kom inn á fundinn 09:56 og fór yfir ástæðu erind­isins. Samþykkt samhljóða.​

 • Erindi frá Jörgen Sverris­syni – kaffi­húsið Kaup­vangi og tjald­svæð­ismál

  ​1. Bréf frá Jörgen lagt fram varð­andi rekstur á kaffi­húsinu Kaup­vangi: Hreppsráð felur starf­andi sveit­ar­stjóra að boða til fundar með hrepps­ráði og rekstr­ar­aðila kaffi­hússins vegna hugmyndar að breyttu rekstr­ar­fyr­ir­komu­lagi kaffi­hússins.2. Bréf frá Jörgen lagt fram varð­andi tjald­svæð­ismál: Hreppsráð tekur vel í þessar hugmyndir um tjald­svæði á Merk­istúni og felur starf­andi sveit­ar­stjóra að taka saman hver kostn­aður sveit­ar­fé­lagsins yrði við verk­efnið.​

 • Vall­arhús – rekstur og utan­um­hald

  ​Hreppsráð felur starf­andi sveit­ar­stjóra að eiga áfram­hald­andi viðræður við stjórn Einherja um daglegan rekstur á Vall­ar­húsinu þá mánuði sem fótbolta­tíma­bilið er í gangi, eða frá maí til sept­ember 2020. Beiðni Einherja varð­andi gamla vall­ar­húsið og gáminn er vísað til skipu­lags- og umhverf­is­nefndar. Samþykkt samhljóða.​

 • Ráðning sveit­ar­stjóra

  ​Hreppsráð leggur til við sveit­ar­stjórn að ráða Söru Elísa­betu Svans­dóttur í starf sveit­ar­stjóra út kjör­tíma­bilið 2018-2022. Söru Elísa­betu Svans­dóttur er jafn­framt veitt leyfi frá störfum skrif­stofu­stjóra á meðan á tíma­bund­inni ráðn­ingu hennar sem sveit­ar­stjóra stendur yfir frá 20.maí 2020 og til loka yfir­stand­andi kjör­tíma­bils. Samþykkt samhljóða.​

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 11:48.