Hreppsráð

Fundur nr. 2

Kjörtímabilið 2022—2026

6. október 2022

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00
Signý Björk Kristjánsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði þann 6. október 2022 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps klukkan 8:00.

Almenn erindi#almenn-erindi

 • Sundabúð leigu­íbúðir

  Minnisblað varðandi stöðu umsókna og lausra íbúða lagt fram til kynningar.

  Hreppsráð felur sveitarstjóra að vinna að uppfærslu leigusamninga og úthluta lausum íbúðum í samráði við félagsþjónustuna.

 • Nefnd­ar­laun sveit­ar­stjórnar Vopna­fjarð­ar­hrepps

  ​Fyrir fundinum liggur samanburður á tillögum nefndarlauna Vopnafjarðarhrepps sem vísað var til hreppsráðs á sveitarstjórnarfundi þann 22. september sl.

  Lögð fram tillaga um að gerðar verði tvær sviðsmyndir af fjárhagsáætlun 2023 miðaðar við báðar þessar tillögur og í samhengi við heildarfjármálastöðu skv. þeim sviðsmyndum verði ákvörðun um afgreiðslu tekin.

  Samþykkt með tveimur atkvæðum. Bjartur Aðalbjörnsson greiðir atkvæði á móti tillögunni.


 • Fjár­hags­áætlun 2022 – viðauki III

  ​Baldur Kjartansson fjármálastjóri kemur inn á fundinn.

  Viðauki III við fjárhagsáætlun 2022 lagður fram. Viðauki III hefur þau áhrif að rekstrargjöld hækka um 2,0 m. kr. auk þess sem eignasjóður hækkar um 2,2 m. kr.  Samtals breyting á handbæru fé vegna viðauka III er því neikvæð um 4,2 m. kr.  

   Samþykkt samhljóða.

   Baldur Kjartansson fjármálastjóri yfirgefur fundinn.


 • Kröfu­bréf til ráðherra vegna reksturs Sunda­búðar - drög

  ​Lögð fram til kynningar drög að kröfubréfi til ráðherra heilbrigðismála vegna reksturs hjúkrunarheimilisins Sundabúðar. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

  Samþykkt samhljóða.


 • Fund­arboð á aðal­fund Samtaka sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­laga þann 12. október 2022.

  ​Fyrir fundinum liggur tillaga um að Axel Örn Sveinbjörnsson, oddviti, verði fulltrúi Vopnafjarðarhrepps á fundinum.

  Samþykkt samhljóða.


 • Fund­arboð á ársfund Samtaka sveit­ar­fé­laga á köldum svæðum þann 14. október 2022.

  ​Fyrir fundinum liggur tillaga um að Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri, verði   fulltrúi Vopnafjarðarhrepps á fundinum.

  Samþykkt samhljóða.


 • Birt­ingaráætlun 2023

  ​Fyrir fundinum liggur birtingaráætlun 2023 frá Austurbrú til kynningar.

  Lögð er fram tillaga um að Vopnafjarðarhreppur verði þátttakandi í birtingaráætlun ársins 2023.

  Samþykkt samhljóða.


Fleria var ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan 8:55.