Hreppsráð

Fundur nr. 1

Kjörtímabilið 2022—2026

1. september 2022

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00
Signý Björk Kristjánsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps 1.september 2022 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00.

1. Erindi#1-erindi

  • Erind­is­bréf hrepps­ráðs - drög

    ​Lagt fram til kynningar. 

    Lögð fram tillaga um að samþykkja drögin og vísa til afgreiðslu í sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða.
  • Sundabúð – leigu­íbúðir aldr­aðra

    ​Lagt fram til kynningar minnisblað um leiguíbúðir aldraðra í Sundabúð. 

    Bjartur Aðalbjörnsson, H – lista, leggur fram eftirfarandi bókun:‘‘Það er mikilvægt að hreppsráð og hreppsnefnd hefji undirbúning við það að fjölga leiguíbúðum aldraðra – helst í nálægð við Sundabúð‘‘.
     
    Hreppsráð leggur til að íbúðirnar verði leigðar út í óbreyttu ástandi og vísar uppgerð á íbúðum í Sundabúð til fjárhagsáætlunargerðar 2023. 
    Samþykkt samhljóða.

  • Tjald­svæði Vopna­fjarða­hrepps á Merk­istún

    ​Lagt fram minnisblað frá Framsókn og óháðum um færslu tjaldsvæðis Vopnafjarðarhrepps á Merkistún. 

    Bjartur Aðalbjörnsson, H-lista, leggur fram eftirfarandi bókun:‘‘Fulltrúi Vopnafjarðarlistans telur fýsilegra að uppbygging á nýju tjaldsvæði verði í nálægð við núverandi tjaldsvæði. Þ.e. á svæðinu utan við íþróttasvæði þar sem stutt er í alla þjónustu, s.s. fótboltavöll, frisbýgolfvöll, ærslabelg, strandblakvöll, leikskólalóð, skólalóð, íþróttahús og miðbæ‘‘.  
    Hreppsráð samþykkir að vísa erindinu til sveitarstjórnar til afgreiðslu. 
    Samþykkt samhljóða.


  • Þjón­ustumið­stöð – endur­nýjun tækja og mönnun

    ​Lagt fram minnisblað frá forstöðumanni áhaldahúss um tækjabúnað og mönnun í Þjónustumiðstöð Vopnafjarðarhrepps. 

    Bjartur Aðalbjörnsson, H-lista, leggur fram eftirfarandi tillögu:‘‘Bréfinu skal vísað til hreppsnefndar og sveitarstjóri kannar kosti þess að bjóða snjómokstur í kauptúninu út. Sveitarstjóri kynnir niðurstöður þess á næsta fundi hreppsnefndar‘‘.
    Hreppsráð samþykkir að vísa erindinu til sveitarstjórnar.
    Samþykkt samhljóða.
  • Skóla­þjón­usta Múla­þings – drög að samstarfs­samn­ingi

    ​Lögð fram drög að samstarfssamningi við Múlaþing vegna skólaþjónustu á Vopnafirði. 

    Bjartur Aðalbjörnsson leggur til að samningurinn verðu lagður fyrir til kynningar í fjölskylduráði Vopnafjarðarhrepps.
    Samþykkt samhljóða.


  • Valkyrja danslist­ar­skóli – beiðni um styrkt­ar­samning

    ​Bjartur Aðalbjörnsson víkur af fundi og Björn Heiðar Sigurbjörnsson kemur inn í hans stað.


    Lögð fram beiðni um styrktarsamning til Valkyrju danslistarskóla. 
    Hreppsráð felur sveitarstjóra að vinna drög að samstarfssamningi sem verður lagður fyrir sveitarstjórn með tilliti til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2023.
    Samþykkt samhljóða.

    Björn Heiðar Sigurbjörnsson víkur af fundi.

  • Minja­safnið Bust­ar­felli – ársreikn­ingur 2021 og beiðni um viðbótar­framlag 2022

    ​Hreppsráð samþykkir að greiða viðbótarframlag til Minjasafnsins á Bustarfelli upp á 1 (eina) milljón króna og felur sveitarstjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2022.

    Samþykkt samhljóða.
  • Vopna­fjörður matvæla­kjarni – drög að vilja­yf­ir­lýs­ingu

    ​Lögð fram til kynningar drög að viljayfirlýsingu á milli Vopnafjarðarhrepps, Brims hf. og Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins um matvælakjarna á Vopnafirði.

  • Fram­kvæmda­áætlun – staðan í ágúst 2022

    ​Lögð fram til kynningar staðan á framkvæmdum sveitarfélagsins 2022.

  • Forsendur fjár­hags­áætlana 2023-2026

    ​Lagt fram til kynningar minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 9:50.