Fundur nr. 41
Kjörtímabilið 2018—2022
Kjörtímabilið 2018—2022
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Auglýsingatími vegna reksturs á fyrstu hæð Kaupvangs rann út 15.maí síðastliðinn. Ein umsókn barst í reksturinn frá Helgu Kristínu Tryggvadóttur og Selju Janthong. Hreppsráð samþykkir umsóknina og sveitarstjóra falið að klára samning við umsóknaraðila. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur beiðni frá Rarik um lögn á streng í Austur Skálanesi, landi Vopnafjarðarhrepps samkvæmt teikningum sem sýna fyrirhugaða legu strengsins. Hreppsráð samþykkir erindið og bendir umsóknaraðilum á að sækja þarf tímanlega um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni. Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjóri lagði fram tillögu að styrk til framboða í Vopnafjarðarhreppi vegna sveitarstjórnarkosninga 14.maí 2022. Tillagan gerir ráð fyrir 500 þús kr sem skiptist jafnt á milli framboða. Samþykkt samhljóða.
Lögð fram drög að útboðslýsingu á þjónustu við mötuneyti Vopnafjarðarskóla og Brekkubæjar í Vopnafirði. Hreppsráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.