Hreppsráð

Fundur nr. 13

Kjörtímabilið 2018—2022

5. mars 2020

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15. kl. 08:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • Land­bún­að­ar­nefnd 13.2.

  ​1.mál: Samn­ingur um heið­ar­kofa Vopna­fjarð­ar­hrepps­Hreppsráð leggur til að samn­ings­drögin verði endur­skoðuð og lögð fyrir hreppsráð aftur. Felur hrepps­ráðið skrif­stofu­stjóra að vinna málið. Önnur mál: Skrif­stofu­stjóra falið að vinna málin áfram og leggja aftur fyrir hreppsráð.

 • Menn­ing­ar­mála­nefnd 21.2.

  ​Lagt fram til kynn­ingar.​

 • Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd 2.3.

  ​Liður b: Lýsing fyrir aðal­skipu­lags­breyt­ingar, Þver­ár­virkjun og Vopna­fjarð­ar­línaHreppsráð tekur undir bókun skipu­lags- og umhverf­is­nefndar og samþykkir að lýsingin verði auglýst og kynnt. Samþykkt samhljóða.

 • 878.fundur stjórnar sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga 31.1.

  ​Lagt fram til kynn­ingar.​

 • 154.fundur Heil­brigð­is­nefndar Aust­ur­lands 18.2.

  ​Lagt fram til kynn­ingar.​

 • Skóla­skrif­stofa Aust­ur­lands 26.2.

  ​Lagt fram til kynn­ingar.​

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Niður­staða örút­boðs vegna raforku.

  ​Vopna­fjarð­ar­hreppi hefur borist tillaga að vali á bjóð­anda í örút­boði nr. 21075 RS raforka sveita­félög. Vopna­fjarð­ar­hreppur hefur ákveðið að fara að tillögu Ríkis­kaupa og mun tilkynning um val tilboðs verða send bjóð­endum í útboð­s­kerfinu. Tilkynnt verður um töku tilboðs þegar biðtíma er lokið, ef engin kæra berst til kæru­nefndar útboðs­mála. Við töku tilboða er komið á samn­ings­sam­band milli kaup­anda og selj­anda. Samþykkt samhljóða.​

 • Boðun og kjör á XXXV. lands­þing Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga 26.mars

  ​Hreppsráð leggur til að Íris Grímss­dóttir verði kjörin vara­full­trúi Vopna­fjarð­ar­hrepps á lands­þing Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga í stað Þórs Stein­ars­sonar. Tillagan borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.​

 • Kynning frá Capacent – forskoðun á samein­ing­ar­kostum

  ​Lagt fram til kynn­ingar.​

 • Afsögn úr menn­ing­ar­mála­nefnd – Hjördís Björk Hjart­ar­dóttir

  ​Hreppsráð samþykkir afsögn Hjör­dísar og vara­maður mun sinna nefnd­ar­störfum þar til annar aðal­maður hefur verið tilnefndur. Samþykkt samhljóða.​

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

 • Bréf frá Slysa­varn­ar­fé­laginu Sjöfn varð­andi slysa­hættu á strand­bla­kvelli

  ​Hreppsráð þakkar fyrir þessa góðu ábend­ingu. Málið er nú þegar í ferli. ​

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 10:16.