Hreppsráð

Fundur nr. 38

Kjörtímabilið 2018—2022

7. apríl 2022

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps 7.apríl 2022 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • 908. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga

  ​Lagt fram til kynningar.

 • FFPD fundur 21.3

  ​Lagt fram til kynningar.

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Endur­skipu­lagning sýslu­mann­sembætta

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Boð á 56.aðal­fund SSA

  ​Lagt fram fundarboð á 56.aðalfund SSA sem haldinn verður 29.apríl næstkomandi. Verður fundurinn haldinn í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði. Samþykkt að Bjartur Aðalbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson og Íris Grímsdóttir verði fulltrúar Vopnafjarðarhrepps og Teitur Helgason, Sigríður Bragadóttir og Björn Heiðar Sigurbjörnsson eru til vara. Samþykkt samhljóða. 

 • Innleiðing barna­vernd­ar­laga

  ​Lögð fram til kynningar bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna nýrra barnaverndarlaga og stofnun umdæmisráðs sem hefur verið frestað um eitt ár.

 • Malbikun í Sigtúni – tilboð í fram­kvæmdir

  ​Lagt fram tilboð í malbikun í Sigtúni frá Malbikun Norðurlands ásamt kostnaðaráætlun og framkvæmdaáætlun. Heildarkostnaður er áætlaður tæplega 10 milljónir. Hreppsráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tilboðið og gera viðauka fyrir framkvæmdinni í fjárhagsáætlun 2022. Samþykkt samhljóða.

 • Umsókn um rekstur tjald­svæðis Vopna­fjarð­ar­hrepps

  ​Rekstur tjaldsvæðis Vopnafjarðarhrepps var auglýstur með fresti til 25.mars. Ein umsókn barst í reksturinn frá Hótel Tanga. Hreppsráð samþykkir umsóknina og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.

 • Viðmið­un­ar­reglur um framlög til stjórn­mála­flokka

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar – erindi varð­andi kjör­stjórnir

  ​Erindi varðandi hertar reglur um kjörstjórnir lagt fram til kynningar.

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

 • Styrkt­ar­beiðni til að tryggja rekstr­ar­grund­völl Íslands­deildar Tran­sparency Internati­onal.

  ​Lögð fram styrktarbeiðni frá stjórn Íslandsdeildar Transparancy International sem eru ein stærstu alþjóðlegu samtökin sem vinna að heilindum í stjórnmálum, sjórnsýslu og viðskiptalífi hvarvetna í heiminum. Hreppsráð samþykkir að styrkja samtökin um 50.000 kr. Samþykkt samhljóða.

 • Bréf frá GETA – Ytra mat sveit­ar­fé­laga á skóla­starfi

  ​Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:12.