Fundur nr. 37
Kjörtímabilið 2018—2022
Kjörtímabilið 2018—2022
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Lögð fram drög að samþykktum húsnsæðissjálfseignarstofnunar á landsbyggðinni. Hreppsráð samþykkir að gerast aðili að Brák húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni og samþykkir einnig 50.000 kr stofnframlag til stofnunarinnar. Samþykkt samhljóða.
Lögð fram uppfærð drög að samningi um færslu á vigtarhúsi. Hreppsráð samþykkir samningsdrögin og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lögð fram drög að starfslýsingu fyrir atvinnu-, ferða-, og menningarmálafulltrúa. Hreppsráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2023. Sveitarstjóra falið að koma þeim verkefnum sem mikilvægust eru í í ferða- og menningarmálum í farveg fyrir árið 2022. Samþykkt samhljóða.
Lögð fram umsókn um styrk frá Lions vegna átaks til að tryggja framboð af leiðsöguhundum í landinu til nýrra notenda og til endurnýjunar þeirra hunda sem nú þegar eru til staðar. Hreppsráð samþykkir að styrkja verkefnið um 50.000 kr. Samþykkt samhljóða.
Lagt fram til kynningar.