Hreppsráð

Fundur nr. 37

Kjörtímabilið 2018—2022

4. mars 2022

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps 4.mars 2022 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30.

1. Almenn mál#1-almenn-mal

  • Húsnæð­is­sjálf­seign­ar­stofnun á lands­byggð­inni

    ​Lögð fram drög að samþykktum húsnsæðissjálfseignarstofnunar á landsbyggðinni. Hreppsráð samþykkir að gerast aðili að Brák húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni og samþykkir einnig 50.000 kr stofnframlag til stofnunarinnar. Samþykkt samhljóða.

  • Samn­ingur um færslu á vigt­ar­húsi – drög

    ​Lögð fram uppfærð drög að samningi um færslu á vigtarhúsi. Hreppsráð samþykkir samningsdrögin og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.

  • Greining á gjald­töku af sjáv­ar­út­vegi og fisk­eldi

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Hækkun lífeyr­is­skuld­bind­inga 2021

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Atvinnu-, ferða-, og menn­ing­ar­mála­full­trúi – drög að starfs­lýs­ingu

    ​Lögð fram drög að starfslýsingu fyrir atvinnu-, ferða-, og menningarmálafulltrúa. Hreppsráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2023. Sveitarstjóra falið að koma þeim verkefnum sem mikilvægust eru í í ferða- og menningarmálum í farveg fyrir árið 2022. Samþykkt samhljóða. 

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

  • Bréf frá Lions – styrkt­ar­beiðni

    ​Lögð fram umsókn um styrk frá Lions vegna átaks til að tryggja framboð af leiðsöguhundum í landinu til nýrra notenda og til endurnýjunar þeirra hunda sem nú þegar eru til staðar. Hreppsráð samþykkir að styrkja verkefnið um 50.000 kr. Samþykkt samhljóða.

  • Erindi til sveit­ar­stjórn­ar­manna vegna funda um stefnu­mótun 2022

    ​Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:14.