Hreppsráð

Fundur nr. 36

Kjörtímabilið 2018—2022

3. febrúar 2022

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:30
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps 3.febrúar 2022 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:30.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

  • Æsku­lýðs- og íþrótta­nefnd 10.1

    ​Lögð fram fundargerð æskulýðs- og íþróttanefndar frá 10.janúar síðastliðnum þar sem opnunartími sundlaugar var ræddur. Hreppsráð leggur til að hafa opnunartíma óbreyttan og skoða opnunina fyrir næsta haust. Samþykkt samhljóða.

  • Atvinnu- og ferða­mála­nefnd 28.1

    ​Lögð fram fundargerð atvinnu- og ferðamálanefndar frá 28.janúar. Hreppsráð samþykkir að leggja til við ráðuneytið að sérregla gildi Vopnafjarðarhrepp við úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2021/2022. Um er að ræða reglugerð nr. 995/2021 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa. Hreppráð tekur undir bókun nefndarinnar og samþykkir að farið verði eftir veiðireynslu eins og gert hefur verið.

    Einnig lagt fram bréf frá atvinnu- og ferðamálanefnd og framfara- og ferðamálafélagi Vopnafjarðar vegna ráðningu á ferðamálafulltrúa í fullt starf. Hreppsráð vísar erindinu til sveitarstjórnar til umræðu. Samþykkt samhljóða. 


2. Almenn mál#2-almenn-mal

  • Ljós­mynda­safn Aust­ur­lands – hugmynd um nýjan samning

    ​Lagt fram erindi frá  Héraðsskjalasafni Austfirðinga um Ljósmyndasafn Austurlands. Gert er ráð fyrir því að Ljósmyndasafn Austurlands taki yfir ljósmyndaverkefni sem unnið hefur verið undanfarin ár á Vopnafirði, tryggi varðveislu þeirra mynda og upplýsinga sem þar liggja fyrir og hafi umsjón með framhaldi verkefnisins. Hreppsráð samþykkir framlag Vopnafjarðarhrepps til Ljósmyndasafnsins fyrir árið 2022. Samþykkt samhljóða.  

  • Stefna lögregl­unnar á Aust­ur­landi

    ​Lögð fram til kynningar stefna lögreglunnar á Austurlandi fyrir árið 2022.

  • Rann­sókn­ar­verk­efni á Vopna­firði

    ​Lögð fram hugmynd að rannsóknarverkefni á Vopnafirði í samstarfi við Háskólann á Akureyri og Brim. Um er að ræða rannsókn á hákarli eða öðru sjávarfangi. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram með Austurbrú og hlutaðeigandi aðilum. Samþykkt samhljóða.

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

  • Bréf frá hafmeyjum – sjósunds­að­staða í Sandvík

    ​Bréf frá hafmeyjum varðandi sjósundsaðstöðu í Sandvík lagt fram. Hreppsráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:11.