Hreppsráð

Fundur nr. 35

Kjörtímabilið 2018—2022

6. janúar 2022

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:30
Íris Grímsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps 6.janúar 2022 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:30.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • 904. fundur stjórnar sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga 10.12

  ​Lagt fram til kynningar.

 • 64.fundur stjórnar samtaka sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­laga 13.12

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Aðal­fundur Skóla­skrif­stofu Aust­ur­lands 16.12

  ​Lagt fram til kynningar.

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Úthlutun byggða­kvóta 2021/2022

  ​Lagt fram til kynningar bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um úthlutun byggðakvóta til Vopnafjarðarhrepps 2021-2022. Vopnafjarðarhreppur fær úthlutað 0,82% af heildar þorskígildistonnum eða 38 tonnum á fiskveiðiárinu 2021/2022 sem er óbreytt frá fyrra tímabili. Hreppsráð vísar erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar til umsagnar og síðan verður það tekið fyrir hjá sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps.

 • Samn­ings­drög um færslu á vigt­ar­húsi

  Lögð fram til kynningar samningsdrög um færslu á vigtarhúsi Vopnafjarðarhrepps. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundi og leggja aftur fyrir hreppsráð. 

 • Míla – uppgjör vegna ljós­leiðara

  ​Hreppsráð samþykkir að greiða Mílu 1.000.000 króna í eingreiðslu til þess að ljúka öllum ágreiningi og greiða fyrir leigu ljósleiðarans og felur sveitarstjóra að klára málið. Samþykkt samhljóða.

 • FFPD: fjár­mögnun 2021 – 2023

  ​Hreppsráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða.

 • Leigu­íbúðir sveit­ar­fé­lagsins

  ​Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:14.