Hreppsráð

Fundur nr. 34

Kjörtímabilið 2018—2022

11. nóvember 2021

Teams kl. 08:30
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps 11.nóvember 2021 á Teams kl. 08:30.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

  • Fræðslu­nefnd 23.9

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Fræðslu­nefnd 13.10

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Ungmennaráð 20.10

    ​Fundargerð Ungmennaráðs frá 20.10 lögð fram. Hreppsráð þakkar fyrir þessar ábendingar og felur sveitarstjóra að vinna málin áfram. Samþykkt samhljóða. 

  • 164.fundur Heil­brigð­is­nefndar Aust­ur­lands 14.10

    ​Fundargerð Heilbrigðisnefndar Austurlands frá 14.10 lögð fram. Hreppsráð tekur undir ályktun undir lið 10: „Samningur um framkvæmd eftirlits með fiskimjölsverksmiðjum" varðandi ákvörðun Umhverfisstofnunar um að flytja eftirlit með fiskimjölsverksmiðjum og sorpurðunarstöðum til ríkisstofnana á höfuðborgarsvæðinu. Samþykkt samhljóða. Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar. 

  • 902. fundur stjórnar sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga 29.10

    ​Lagt fram til kynningar.

2. Almenn mál#2-almenn-mal

  • Mötu­neyt­ismál í Vopna­fjarð­ar­hreppi

    ​Lagt fram til kynningar minnisblað um rekstur mötuneyta Vopnafjarðarhrepps. Hreppsráð samþykkir að auglýsa rekstur mötuneyta í grunn- og leikskóla frá og með áramótum. Samþykkt samhljóða.

  • Leigu­íbúðir sveit­ar­fé­lagsins - Þver­holt 12

    ​Lagt fram til kynningar minnisblað varðandi leiguíbúðir sveitarfélagsins. Hreppsráð samþykkir að taka Þverholt 12 af sölu, gera á henni nauðsynlegt viðhald og auglýsa hana til útleigu. Samþykkt samhljóða.

  • Viðhaldsút­tekt á jafn­launa­kerfi Vopna­fjarð­ar­hrepps 2021

    ​Niðurstöðuskýrsla vegna viðhaldsúttektar á jafnlaunakerfi Vopnafjarðarhrepps 2021 samkvæmt kröfum ÍST 85:2012 lögð fram. Úttektin var framkvæmd af BSI á Íslandi. Vopnafjarðarhreppur hefur lokið viðhaldsúttekt og mun næsta viðhaldsúttekt fara fram í október 2022.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:46.