Fundur nr. 18
Kjörtímabilið 2018—2022
Kjörtímabilið 2018—2022
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15. kl. 08:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Íris Grímsdóttir
NefndarmaðurBjörn Heiðar Sigurbjörnsson
NefndarmaðurAxel Örn Sveinbjörnsson
NefndarmaðurSara Elísabet Svansdóttir
SveitarstjóriLagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
i. Lýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi vegna veiðihúss í Ytri-Hlíð
Hreppsráð tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að lýsingin verði auglýst og kynnt. Samþykkt samhljóða
ii. Umsókn um stofnun lands – Ytri hlíð 3
Hreppsráð tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir erindið. Samþykkt samhljóða.
iii. Ytri-hlíð – ósk um vegslóða
Hreppráð tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir vegslóðanum að viðhöfðu samráði við Umhverfisstofnun og Minjastofnun Íslands. Samþykkt samhljóða.
iv. Lýsing fyrir breytingu á deiliskipulagi miðsvæðis hafnar vegna niðurrifs
Hreppsráð tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að lýsingin verði auglýst og kynnt. Samþykkt með tveimur atkvæðum. Einn situr hjá.
Hreppsráð áréttar að nefndir séu fullmannaðar og varamenn séu boðaðir á fundi.
Lagt fram til kynningar.
Tekin fyrir umsókn um lóðina Skálenesgata 8b – 8i frá Hrafnshóli, kt: 540217-1300. Hreppsráð samþykkir að verða við erindinu og úthluta lóðinni til Hrafnshóls. Sveitarstjóra jafnframt falið að afgreiða lóðarleigusamninga fyrir lóðirnar tvær sem sótt er um. Samþykkt samhljóða.
Íris Grímsdóttir tilnefnd sem formaður hreppsráðs. Samþykkt með tveimur atkvæðum. Einn situr hjá.
Sigríður Bragadóttir tilnefnd sem varaformaður hreppsráðs. Samþykkt með tveimur atkvæðum. Einn situr hjá.
Kynntir minnispunktar frá fundi Sambandsins með bakhópi um rekstur hjúkrunarheimila. Hreppsráð getur ekki unað við að rekstrarvandi hjúkrunarheimilisins lendi á rekstri sveitarfélagsins og ítrekar að ríkið axli ábyrgð á rekstri þeirra. Þá minnir hreppsráð á ósamræmi það sem ríkjandi er, þar sem rekstur hjúkrunarheimila í nágrannasveitarfélögum er fjármagnaður beint af ríkisframlögum. Hreppsráð felur sveitarstjóra að ganga frá bréfi til heilbrigðisráðherra vegna alvarlegs rekstrarvanda hjúkrunarheimilisins í Vopnafjarðarhreppi. Samþykkt samhljóða.
Hreppsráð samþykkir áður ákveðið framlag samkvæmt samningi og skiptist það þannig að Vopnafjarðarhreppur leggur til 2.5 milljón kr. Af þeirri upphæð eru 640.000 kr skrifstofuaðstaða verkefnastjóra, 1 milljón kr er framlag í gegnum Framfara- og ferðamálafélag Vopnafjarðar og 860.000 kr framlag Vopnafjarðarhrepps. Framlagið fer af bókhaldslykli 4915, deild 1361. Samþykkt samhljóða.
Lagt fram til kynningar.