Fjöl­skylduráð

Fundur nr. 39

Kjörtímabilið 2022—2026

16. desember 2025

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 12:00
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð

Fundur nr. 39 í fjölskylduráði Vopnafjarðarhrepps, kjörtímabilið 2022-2026. Fundur var haldinn þriðjudaginn 9. desember 2025 kl. 8:15 í Félagsheimilinu Miklagarði.

1. Erindi#1-erindi

  • Ungmennahús í Vopna­firði

    ​Minnisblað frá Þórhildi - hugmynd að hafa starf fyrir 16-18 ára í félagsmiðstöðinni gætu verið 1 sinni í viku með starfsmanni þegar þau eru að koma heim í sumarfrí. Einnig var farið yfir fleiri möguleika hvað húsnæði varðar fyrir 18 – 25 ára Fjölskylduráð felur verkefnastjóra frístunda og æskulýðsmála og formanni fjölskylduráðs að vinna málið áfram.

  • Skát­astarf: Innsent bréf frá skát­unum

    ​Hægt að fá aðstoð frá Heiðdísi skátaforingja, athuga þarf með húsnæði. Fjölskylduráð lýsir yfir áhuga á að koma á skátastarfi á Vopnafirði. Aðalbjörg Ósk gefur kost á sér ásamt Þórhildi að vinna áfram.

  • Íslenskar æsku­lýðs­rann­sóknir greina­gerð

    ​Kynning á greinagerð. Stofnaður verður samráðshópur eins og rætt var á síðasta fjölskylduráðsfundi.

    Bókun Hreppsráðs:
    Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps lýsir yfir verulegum áhyggjum af
    niðurstöðum úr Íslensku æskulýðsrannsókninni á Vopnafirði og telur nauðsynlegt að málið verði tekið til ítarlegrar skoðunar og úrbóta án tafar. Hreppsráð felur verkefnastjóra frístunda- og æskulýðsmála að koma af stað vinnuhóp sem fer yfir stöðuna og kemur með tillögur um næstu skref. Rætt um mikilvægi bættrar geðheilbrigðisþjónustu á Vopnafirði og þörf á sálfræðiþjónustu.


  • Leigu­íbúðir Vopna­fjarð­ar­hrepps

    ​Minniblað frá stýrihóp og félagsþjónustu tekið fyrir á fundi. Fjölskylduráð leggur til að unnið verði Í samræmi við reglugerðir.


  • Breyting á funda­dag­skrá fjöl­skyldu­ráðs

    ​Fundi fjölskylduráðs í janúar flýtt til 5 janúar 2026. Samþykkt samhljóða.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:21.