Fjölskylduráð
Fundur nr. 36
Kjörtímabilið 2022—2026
9. september 2025
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:15
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð
Mætt til fundar
Fundur nr. 36 í fjölskylduráði Vopnafjarðarhrepps, kjörtímabilið 2022-2026, var haldinn þriðjudaginn 9. september 2025 kl. 8:15 í Félagsheimilinu Miklagarði.
- Leikskólinn Brekkubær
a) Gjaldfrjálsir dagar Fækka gjaldfrjálsum dögum með því að fækka vikum. Í boði verður að fá tvær vikur gjaldfrjálsar á tímabilinu 1. maí til 1. September. Foreldrar sækja um fyrir 1. mars.
Lagt fram til samþykktar. Samþykkt með 5 atkvæðum. Hjörtur Davíðsson situr hjá.
b) Breyting á gjaldskrá leikskóla Undanfarin ár hefur sveitarstjórn samþykkt hækkun á gjaldskrá um 3,5 - 4%.
Tillaga fjölskylduráðs er að veita meiri afslátt fyrir barn nr. 2 og hóflegri hækkun á leikskólagjöldum.
Erindið er sent áfram á sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða.
c) Starfsmannamál og fleira- Sandra segir frá starfsemi leikskóla.
Fræðsla um lausnahringnum verður í leikskólanum í dag, hugmyndafræðin er að nota mismunandi leiðir til að leysa vandamál. Leikskólinn fékk styrk úr sprotasjóði til að innleiða verkefnið með leikinn að leiðarljósi og mun það hefjast nú í haust.
Starfsmannamál búið að vera áskorun að reka leikskólann síðustu vikur vegna, veikinda og fjarveru starfsfólks, næsta vika lítur betur út. Starfsmenn eru 14 með leikskólastjóra og skólaliða, starf skólaliða orðið mjög mikið starf þannig að annar starfsmaður þrífur Dagsbrún og Hraunbrún tvisvar í viku. Á Ásbrún eru fjórir starfsmenn. Inn í þessari tölu er starfsmaður sem leysir af undirbúningstíma, allar fjarvistir og hluta af degi er hann stuðningur með tveimur börnum. 18 börn eru á Ásbrún.
Skólinn mjög ánægður hversu vel börnin voru undirbúin fyrir grunnskólann. Fjórir starfsmenn eru á Dagsbrún en börnin eru 12 verða 14 um áramótin. Á Hraunbrún eru tveir starfsmenn. Börn eru 5. Starfsmenn eru samtals 14. Börnin verða 39 um áramótin.
- Vopnafjarðarskóli og tónlistarskólinn
Sigríður Elva Konráðsdóttir, skólastjóri segir frá starfsemi skólans.
a) Vopnafjarðarskóli Starfsmannamál í góðu standi. Búið er að ráða skólaliða og stuðningsfulltrúa.
Sami mannskapur og í fyrra, einn í fæðingarorlofi. Búið að ráða sundkennara getur byrjað í september.
Nemendur eru 79.
María Guðmundsdóttir heldur utan um sérkennslu og fundar með kennurunum. Bekkjakennarar eru með sérkennsluna. 1. – 2. bekkur María Guðmundsdóttir – Silvía Björk Kristjánsdóttir sér um 3 – 4 bekk- Berglind Árna á miðstigi og Jón Haraldsson og Ásta Hanna Gunnsteinsdóttir
b) Tónlistarskólinn: Baldvin Eyjólfsson er starfandi tónlistarkennari og það er einnig í vinnslu að ráða annan tónlistarkennara verður vonandi með kirkjukórinn líka.
- Fundadagskrá fjölskylduráðs
Fundardagskrá fjölskylduráðs til mai 2026 lagt fram til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:10.