Fjölskylduráð
Fundur nr. 35
Kjörtímabilið 2022—2026
21. ágúst 2025
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 11:00
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð
Mætt til fundar
Fundur nr. 35 í fjölskylduráði kjörtímabilið 2022-2026 þriðjudaginn 19. ágúst 2025 kl. 8:15 í Félagsheimilinu Miklagarði.
- Leikskóli
a) Bókun hreppsráðs.
Formaður fjölskylduráðs, starfsmaður fjölskylduráðs og aðstoðar leikskólastjóri áttu fund með staðgengli fjármálastjóra þar sem farið var yfir samantekt sem fór fyrir hreppsráð 14 ágúst.
b) Skráningadagar minnisblað vegna skráningadaga lagt fyrir fund í júní,
Fjölskylduráð samþykkir að skráningadagar leikskóla verði 12 samtals og munu gjöld þeirra daga, dregnir af desember. Lagt fram til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Lögð var fram tillaga að ekki verði lágmarksfjöldi barna á skráningadögum, samþykkt samhljóða.
Skráning eftir kl 14 á föstudögum vísað til fjárhagsáætlunargerðar og lagt til að sú breyting taki gildi um áramót.
- Leiguíbúðir aldraðra úthlutun íbúða
Farið var yfir stöðu og úthlutanir á leiguíbúðum í Sundabúð.
Fundi slitið 9:30