Fjöl­skylduráð

Fundur nr. 32

Kjörtímabilið 2022—2026

8. apríl 2025

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:15
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð

Fundur nr. 32 haldinn í Fjölskylduráði kjörtímabilið 2022-2026, þriðjudaginn 8. apríl kl. 8:15 í Félagsheimilinu Miklagarði.

1. Erindi#1-erindi

  • Vopna­fjarð­ar­skóli

    ​a. Skóladagatal 2025 - 2026 lagt fram til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

    b. Frístund næsta vetur. Spurning að vera með starfsmannafund einu sinni í mánuði og loka þá frístund kl. 14:30 fyrsta mánudag í mánuði. Samþykkt samhljóða.

    c. Sumarfrístund byrjar 18. – 21. ágúst og verði á morgnana frá kl. 8:30 -12:30. Samþykkt samhljóða.


  • Frístunda­reglur

    ​Lagðar fram til kynningar sent áfram til sveitastjórnar til samþykktar.

  • Leik­skólinn Brekkubær

    ​a. Skóladagatal lagt fram til kynningar. Verður unnið áfram.
    b.Minnisblað formanns og starfsmanns fjölskylduráð - verður unnið áfram af starfsmanni, formanni og leikskólastjóra.
    c. Foreldrakönnun kom mjög vel út nokkrar athugasemdir komu sem verður unnið með áfram.

    d. Móttökuáætlun lögð fram til kynningar.


  • Farsæld­arráð á aust­ur­landi

    ​Nina Hrönn verkefnastjóri farsældarráðs kom á fund og fór yfir lög um farsæld barna og sagði frá stofnun farsældarráðs á Austurlandi.