Fjöl­skylduráð

Fundur nr. 31

Kjörtímabilið 2022—2026

11. mars 2025

Austurborg, frístundarhúsnæði kl. 08:15
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð

Fundur nr. 31 haldinn í fjölskylduráði Vopnafjarðarhrepps, kjörtímabilið 2022-2026, 11. mars kl. 08:15 í frístundarhúsnæði Austurborg. Í upphafi fundar var leitað afbrigða með að taka inn erindið drög að reglum um snjómokstur frá forstöðumanni þjónustumiðstöðvar Vopnafjarðarhrepps. Samþykkt samhljóða.

1. Erindi#1-erindi

  • Drög að reglum um snjómokstur frá forstöðu­manni þjón­ustumið­stöðvar Vopna­fjarð­ar­hrepps

    ​Bjartur Aðalbjörnsson forstöðumaður þjónustumiðstöðvar fer yfir reglurnar.

    Ábending kom að óraunhæft væri að forgangi tvö sé lokið kl. 8. Lögð áhersla að stungið sé í gegn um götur í forgangi tvö.
    Fjölskylduráð lýsir yfir ánægju með reglurnar.


  • Frum­kvæðis­at­hugun á stoð- og stuðn­ings­þjón­ust­u­r­eglum sveita­fé­laga lagt fram til kynn­ingar

    ​Þórhildur klárar spurningakönnun og sendir til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála.

  • Erindi frá þjón­ustumið­stöð varð­andi æfinga­hús­næði í Mikla­garði

    ​Fjölskylduráð lýsir yfir ánægju með hugmyndina og leggur til að þjónustumiðstöð skoði betur æfingahúsnæðið og kostnaði verði vísað til fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.

  • Heim­sókn í frístund og félags­mið­stöð

    ​Jenný Heiða og Þórhildur kynna starfsemina í félagsmiðstöð og frístund.

Fundi slitið kl 9:00.