Fjöl­skylduráð

Fundur nr. 30

Kjörtímabilið 2022—2026

12. febrúar 2025

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 15:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Mætt til fundar

Fundur nr. 30 kjörtímabilið 2022-2026 í fjölskyldruráði Vopnafjarðarhrepps. Fundur haldinn miðvikudaginn 12. febrúar kl. 8:15 í félagsheimilinu Miklagarði.

1. Erindi#1-erindi

  • Vopna­fjarð­ar­skóli:

    ​a) Reglur um heimsóknir barna í Vopnafjarðarskóla. Til kynningar.
    b) Breyting á skóladagatali (færa skólaslit til 2 júní vegna námsferðar kennara) Samþykkt samhljóða.
    c) Íslenskar æskulýðsrannsóknir kynning á niðurstöðum. Þórhildur fer yfir helstu niðurstöður. Vopnafjarðarskóli kemur ýmist vel eða illa út úr einstaka liðum.
    d) Greinagerð um stöðumat í Barnvænu sveitarfélagi farið var yfir stöðumatið. Þórhildur kynnir greinargerð sem hún vann. Sigríður Elva bendir á að tengiliður farsældar hefur bæst við og komið sterkt inn varðandi ósk um meiri viðveru hjúkrunarfræðings eða sálfræðings. Margir sem nýta sér tengilið. Þórhildur bendir á að farið hefur verið í að breyta mörgu því sem bent var á á Barnaþingi 2024.


  • Tillaga að mótt­töku­áætlun innflyt­enda lögð fram til kynn­ingar

    ​Þórhildur kynnir móttökuáætlun sem hún vann með fjölmenningarstefnunni en fór aldrei til kynningar þá. Leikskólastjóri er að vinna í þessu með Múlaþingi.

  • Leik­skóli

    ​a) Frístund sumar tillaga – minnisblað frá fundi lagt fram til kynningar
    b) Umsókn í sprotasjóð með leikskólum Múlaþings til kynningar. Þróun og efling lærdómssamfélags á Austurlandi. Búið að sækja um í sprotasjóð en ekki komin svör um mögulegan styrk.
    c) Samtalið fræðsla ekki hræðsla / lausnahringurinn til kynningar https://www.samtalid.is/lausnahringurinn Hugmyndafræði barnasáttmálans og samskiptareglur


Fundi slitið kl. 10:00.