Fjölskylduráð
Fundur nr. 28
Kjörtímabilið 2022—2026
3. desember 2024
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:15
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
Mætt til fundar
Fundur nr. 28 kjörtímabilið 2022-2026, haldinn þriðjudaginn 3. desember kl. 8:15 í Félagsheimilinu Miklagarði.
- Uppsögn formanns fjölskylduráðs
Bókun sveitarstjórnar :
Fyrir liggur bréf frá Berglindi Steindórsdóttur, formanni fjölskylduráðs, dagsett 18. nóvember 2024, þar sem hún segir sig frá störfum í ráðinu. Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir beiðnina og þakkar Berglindi fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins. Varaformaður tekur við þangað til nýr formaður hefur verið tilnefndur og nýr varamaður kemur inn í staðinn, þangað til formaður hefur verið tilnefndur.
Lagt fram til kynningar.
- Fundadagskrá árið 2025
- Tónlistarskóli upplýsingar – minnisblað frá sveitarstjóra
Til upplýsinga.
Fjölskylduráð er hlynnt því að tónlistarskóli fari undir Vopnafjarðarskóla með vísan í fyrri umræðu sveitarstjórnar.
- Yfirferð samninga við Golfklúbb, Glófaxa, Valkyrju og Einherja
Samningar við Golfklúbb, Glófaxa, Einherja og Valkyrju yfirfarnir og verða endurskoðaðir í framhaldinu.
Drög að reglum um styrkveitingar kynntar og fara til áframhaldandi vinnu .
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:04.