Fundur nr. 27
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:00
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð
a. Fyrirkomulag gjaldfrjálsra daga
Fyrirkomulag gjaldfrjálsra daga í leikskólanum Brekkubæ er svona núna:
Hægt er að sækja einu sinni á skólaárinu um niðurfellingu á leikskólagjöldum allt að 6 vikum eða 30 virkum dögum fyrir utan sumarlokun. Þessir dagar eru til viðbótar við gjaldfrjálsa daga í vetrarfríum og á milli jóla og nýárs. Sækja þarf um gjaldfrjálsa daga með tveggja vikna fyrirvara.
Eftirfarandi er fyrirkomulag gjaldfrjálsra daga í Múlaþingi:
Múlaþing: Sumarfrí má vera 30 virkir dagar á ári, ef eingöngu eru teknir t.d. 25 dagar yfir sumarið má taka það sem uppá vantar síðar um veturinn. Það má þó bara skipta dögunum tvisvar sinnum, þ.e. sumarfrí og eitt frí til.
Lagt er til að gjaldfrjálsir dagar verði áfram 30 virkir dagar en hægt verði að skipta þessu niður í tvö tímabil. Ef frí er tekið tímabilið 1. júní - 31. ágúst þá þarf að sækja um fyrir 1. maí. Yfir vetrarmánuðina þarf að sækja um fyrir 20. hvers mánaðar.
Samþykkt samhljóða.
Þorláksmessu bætt við sem skráningardegi.
Í framhaldi af fjölskylduráðsfundi í október, þar sem samþykkt var að hafa skráningardaga á milli jóla- og nýárs, óskaði leikskólastjóri eftir því að bæta Þorláksmessu við sem skráningardegi.
Var samþykkis nefndarmanna leitað í tölvupósti og var það samþykkt. Er því komið á framfæri í fundargerð hér með.
Hugmynd um sveigjanlega viðveru barna:
Á vinnufundi með leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra var rætt um að mörg börn eru skráð með fulla viðveru, þ.e. frá 7:45 til 16:15. Hins vegar er nýtingin á þessum tíma ekki alltaf í samræmi við skráningu.
Í dag er hægt að sækja um sveigjanlega viðveru 1x á ári, t.d. að vera styttra ákveðinn dag. Hins vegar er ekki hægt að sækja um sveiganlega viðveru með styttri fyrirvara og þá daga sem eru ekki alltaf þeir sömu. Barst það í tal hvort hægt væri að útfæra einhverskonar sveigjanlega viðveru þar sem fólk gæti sagt með ákveðnum fyrirvara hvaða daga það kæmi með börnin t.d. 7:45 eða þau væru til 16:15. Þá væri e.t.v. hægt að skipuleggja vinnustyttingu eitthvað út frá því, minnka viðveru barna eitthvað og gjöld foreldra fyrir tíma sem þeir ekki nýta.
Ákveðið var að viðra þessa hugmynd á fjölskylduráðsfundi og sjá hvort áhugi væri fyrir því að skoða þetta nánar.
Lagt til að leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri komi með hugmynd að útfærslu.
Margrét Gunnarsdóttir bókasafnsvörður mætti á fund.