Fjöl­skylduráð

Fundur nr. 26

Kjörtímabilið 2022—2026

23. október 2024

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 10:30
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð

Haldinn var auka fundur í fjölskylduráði kjörtímabilið 2022-2026 23. október kl. 10:30 í Félagsheimilinu Miklagarði.

1. Erindi#1-erindi

  • Samtal við leik­skóla­full­trúa Múla­þings Mörtu Wiium Hermanns­dóttir

    a) Marta leikskólafulltrúi kom  til okkar og ræddi stöðu leikskólans í heild sinni, með áherslu á hlutverk leikskólastigsins og þær breytingar sem eru í gangi vegna styttingar vinnuvikunnar.  Menntastefna stjórnvalda til 2030 og farsæld barna. 

    Meðal helstu verkefna hennar eru:

    • Að koma að öllum málum sem snúa að leikskólum Múlaþings og Vopnafjarðar
    • Stuðningur  við stjórnendur, bæði skólastjóra og sérkennslustjóra. Halda utan um alla fundi. Ráðgjöf við alls konar mál, starfsmanna-, foreldra- og nemendamál.
    • Innleiðing á farsæld og þrepaskiptum stuðningi í leikskólum í samstarfi innan skólaþjónustunnar.
    • Sitja í afgreiðsluteymi tilvísana, sendi út lista og undirbúa komu sálfræðinga.

      Helstu verkefni framundan:
    • Vinnustytting og innleiðing hennar.
    • Kjarasamningar, allt óljóst þar

    b)      Skólaþjónusta
    Farið yfir fjölda mála til skóla- og frístundaþjónustu 2021-2024.

     
    c)     Farsæld barna

    Marta fór yfir þrepaskiptingu fyrsta stigs þjónustu.  Lausnateymi er í leikskólanum. Það er verið að stofna nemendaverndarráð í öllum leikskólum í Múlaþingi og Vopnafirði. Steinunn sálfræðingur ætlar að vinna áfram með Vopnafirði og Múlaþingi. Talmeinamálum hefur fjölgað, mögulega þar sem fleiri verkfæri eru til og auðveldara að greina. Verið að þróa nýtt málþroskapróf Lanis (erlent) sem verið er að laga að íslensku. Mikilvægt að grípa börnin snemma.
    Mjög gott samstarf við skólaþjónustuna í Múlaþingi.
    Sálstofan sinnir Múlaþingi og Vopnafjarðarhreppi með ráðgjöf, 5 fundir á ári sem Matthildur getur mætt á.

    d) Fjölskyldustefna

    Verið að vinna að fjölskyldustefnu hjá Múlaþingi þar sem menntastefnan verður tekin inní. Mögulega eitthvað sem Vopnafjarðarhreppur getur nýtt sér, starfmaður fjölskylduráðs athugar málið.

    e)     Skilaboð frá Mörtu:

    Umhverfi leikskólastarfs:

    Leikskólinn er fyrsta skólastigið og starfar eftir lögum um leikskóla nr. 90/2008 og tilheyrandi reglugerðum um leikskólastarf. Hvorki í lögum né reglugerðum kemur fram að leikskólinn eigi að vera jöfnunartæki í jafnréttismálum né þjónustuaðili fyrir atvinnulífið. Hlutverk leikskólans er fyrst og fremst að mennta börn og veita þeim jöfn tækifæri að menntun.

    Sveitarfélögum er ekki skylt að reka leikskóla skv. lögum en hafa á undanförnum árum boðið yngri og yngri börnum pláss, eflaust vegna þrýstings frá atvinnulífinu, sem hefur valdið miklum þrýstingi í kerfinu sem nú er komið vel yfir þolmörk. Hlutfall kennara er lágt og þrýstingur á skólastjóra til að ráða „bara einhvern" svo ekki þurfi að senda börn heim eða ná ekki að innrita börn nógu hratt. Nema hér á Vopnafirði er það óvenju hátt eða næstum því 60% og því ber að fagna. Viðmið í lögum um leikskóla er að 2/3 starfsmanna skulu vera með kennaramenntun.

    Hafa í huga:

    • Sumarfrí snemma, hvaða áhrif hefur það á skólastarfið.
    • Tilvonandi fyrstu bekkingar – reynsla af Héraði s.l. sumar.
    • Mikilvægt að hafa kennara og annað starfsfólk með í bátnum því það hefur áhrif á starfsánægju.



Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:22.