Fjöl­skylduráð

Fundur nr. 22

Kjörtímabilið 2022—2026

11. júní 2024

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:15
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð

Mætt til fundar

Fundur haldinn í fjölskylduráði Vopnafjarðarhrepps þriðjudaginn 11. júní kl. 08:15 í félagsheimilinu Miklagarði.

1. Erindi#1-erindi

 • Starfs­dagur í leik­skóla í maí 2025

  ​Starfsdagur í leikskóla í maí 2025 Er skráður 2. maí en þarf að færa. Samþykkt samhljóða að færa starfsdag til 2. júní 2025. Matthildur Ósk sat hjá undir þessum lið.

 • Vilja­yf­ir­lýsing stofn­unar farsæld­ar­ráðs Aust­ur­lands

  ​Kynnt fyrir fjölskylduráði.

 • Fram­kvæmdir á skólalóð Vopna­fjarð­ar­skóla

  ​Fjölskylduráð fagnar því að það eigi að fara að byrja á skólalóð Vopnafjarðarskóla. Áheyrnarfulltrúar koma því á framfæri að elstu krakkarnir í skólanum eru mjög spenntir fyrir körfuboltavellinum.

  Varðandi áfanga 2 er beðið um að athugað sé með öryggi körfurólu.

 • Fund­ar­tími fjöl­skyldu­ráðs næsta vetur

  ​Fundartími verður áfram 8:15 fyrir utan fundi sem áheyrnarfulltrúar grunnskóla mæta á. Þeir fundir verða kl. 12:30. Fundardagskrá á vefsíðu sveitarfélagsins verður uppfærð í samræmi við þessar breytingar.

 • Farið yfir veturinn

  ​Rætt um hugmyndir fyrir næsta vetur.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:07.